Innlent

Reyndi að hindra störf sjúkra­flutninga­manna með því að halda í börur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Mynd af sjúkrabifreið úr safni.
Mynd af sjúkrabifreið úr safni. Vísir/Vilhelm

Einn var handtekinn í nótt eftir að hafa reynt að hindra lögreglu og sjúkraflutningamenn við störf í samkvæmi. Lögreglan hafði mætt á svæðið vegna meðvitundarlauss gests.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmið átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar þrjú hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en sú stöð sér um Breiðholt og Kópavog. Lögregla hafði verið send á staðinn ásamt sjúkrabifreið til að koma meðvitundarlausum gesti til aðstoðar. 

Sumir gestanna í samkvæminu voru ekki sáttir með veru viðbragðsaðila og reyndu að hindra lögreglu og sjúkraflutningamenn við störf með því að halda í sjúkrabörur, hindra aðgang að lyftu og ausa fúkyrðum yfir lögreglumenn. 

Einn einstaklingur hafði sig í mestu og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa. Fíkniefni fundust í fórum hans við komuna á lögreglustöð. 

Lögreglumenn við eftirlit í Reykjavík tóku eftir ökumanni sem var upptekinn af farsíma sínum við akstur. Litlu mátti muna að ökumaðurinn myndi aka niður mann á rafmagnshlaupahjóli en hann rétt náði að nauðhemla. Ökumaðurinn var stöðvaður og viðurkenndi brot sín. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×