Lífið

Katy Perry tapaði gegn Katie Perry

Bjarki Sigurðsson skrifar
Katy Perry þarf að greiða Katie Perry skaðabætur.
Katy Perry þarf að greiða Katie Perry skaðabætur. Getty/Taylor Hill

Söngkonan Katy Perry tapaði í dag máli sem ástralski tískuhönnuðurinn Katie Taylor höfðaði gegn henni. Taylor selur föt sín undir merkinu „Katie Perry“ sem er fæðingarnafn hennar. Þarf söngkonan að greiða nöfnu sinni skaðabætur fyrir varning sem hún seldi í tengslum við tónleikaferðalag sitt árið 2014.

Katie Taylor fékk einkaleyfi í Ástralíu fyrir sölu á fötum með merkinu „Katie Perry“ árið 2008. Sama ár gaf Katy Perry út sitt fyrsta lag undir listamannsnafninu Katy Perry en hún heitir réttu nafni Katheryn Hudson.

Árið 2014 fór Katy síðan á tónleikaferðalag um Ástralíu. Í tengslum við ferðalagið lét hún framleiða varning, þar á meðal fatnað, með nafninu Katy Perry á. Að mati dómara braut það gegn einkaleyfi Katie Perry. 

Hluti af varningnum sem Katy Perry seldi í Ástralíu.Getty/Graham Denholm

Katie líkti sigrinum við sigur Davíðs gegn Golíat. Þarna hafi hún sem lítið tískumerki sigrað alþjóðlegan tónlistarrisa.

„Ekki einungis hef ég barist fyrir sjálfa mig heldur hef ég barist fyrir litlum fyrirtækjum í þessu landi, sem mörg hver hafa verið stofnuð af konum, sem geta lent á móti stórum einingum erlendis frá sem hafa miklu meira fjármagn en við höfum,“ hefur BBC eftir Katie. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×