Innlent

Krefjast gæslu­varð­halds yfir mönnunum á Sel­fossi

Bjarki Sigurðsson og Árni Sæberg skrifa
Konan fannst látin í heimahúsi á Selfossi.
Konan fannst látin í heimahúsi á Selfossi. Vísir/Arnar

Lögreglan á Suðurlandi hefur krafist þess að tveir karlmenn verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir andlát konu á Selfossi. Grunur er um að andlát konunnar hafi borið að með saknæmum hætti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi og vegna rannsóknarhagsmuna getur lögregla ekki veitt frekari upplýsingar um málið.

Konan sem fannst látin er á þrítugsaldri líkt og mennirnir tveir sem eru í haldi lögreglu. Lögreglan á Suðurlandi fær aðstoð frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsóknina. 

Búið er að leiða mennina fyrir dómara en dómari í málinu hefur ákveðið að nýta sér lögbundinn sólarhringsfrest til þess að kveða upp úrskurð um gæsluvarðhald. Í frétt á Vísi sem birt var á sjötta tímanum kom fram að búið væri að samþykkja kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. Þær upplýsingar reyndust á misskilningi byggðar.

Uppfært klukkan 18:15. 


Tengdar fréttir

Konan sem lést á Sel­fossi var á þrí­tugs­aldri

Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×