Innlent

Helga Jóna nýr verkefnisstjóri Sundabrautar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Helga Jóna hefur verið ráðin verkefnisstjóri Sundabrautar.
Helga Jóna hefur verið ráðin verkefnisstjóri Sundabrautar. Vísir

Helga Jóna Jónasdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni. Hún mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var af innviðaráðherra í fyrra. Hún mun einnig vinna í nánu samstarfi við höfuðborgarsvæðið og þróunarsvið Vegagerðarinnar.

Þetta segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir að Helga Jóna hafi fyrst komið þar til starfa sem verkefnisstjóri við undirbúning verkefna á Samgönguáætlun og verkefna sem heyra undir Samgöngusáttmála. 

Þar á undan var hún verkefnisstjóri hjá verktakafyrirtækjum þar sem hún vann meðal annars við vega- og jarðgangagerð, hafnarframkvæmdir, lagningu háspennustrengja og framkvæmdir á Keflavíkurflugvellli. Þá hefur Helga einnig stýrt undirbúningi og uppsetningu malbikunarstöðvar, verið kennari og verkefnastjóri í framhaldsskóla um nokkurra ára skeið.

Helga er með mastersgraðu í hagnýtri og tæknilegri jarðfræði frá Háskóla Íslands og með kennsluréttindi frá HÍ sömuleiðis. Þá er hún með IPMA D vottun í verkefnastjórn.


Tengdar fréttir

Sam­mála um að upp­færa Sam­göngu­sátt­málann

Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða.

Ekki beint kostnaðar­aukning heldur ný fram­kvæmd

Framkvæmdastjóri Betri samgangna útskýrði í dag í Sprengisandi fimmtán milljarða hækkun á kostnaði við samgöngusáttmála. Þingmaður Miðflokksins segir að það þurfi að skera kostnaðinn niður, meðal annars með því að sleppa ákveðnum verkefnum. 

Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi

Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×