Innlent

Bein útsending: Úrslit MORFÍS

Boði Logason skrifar
Flensborg og MR eigast við í úrslitum MORFÍS í kvöld
Flensborg og MR eigast við í úrslitum MORFÍS í kvöld Mynd/Grafík Vísir

Úrslit MORFÍS fara fram í Háskólabíó í kvöld þegar MR og Flensborg eigast við. 

Umræðuefnið er Samfélagsmiðlar og mælir Flensborg með en MR á móti. Lið Flensborgarskólans er eingöngu skipað stelpum sem er í fyrsta sinn í sögunni sem allsherjar kvennalið nær alla leið í úrslitin.

Lið Flensborgar skipa þær Birgitta Rún Ólafsdóttir, Unnur Elín Sigursteinsdóttir, Perla Eyfjörð Arnardóttir og Snædís Petra Sölvadóttir. 

Lið MR skipa Ingunn Marta Þorsteinsdóttir, Halldór Kári Þórhallsson, Nina Rajani Tryggvadóttir, Kristján Dagur Jónsson og Diljá Kjerúlf. 

Keppnin hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu hér á Vísi. 

Horfa má á hana í spilaranum hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Skrá sig á spjöld sögunnar í næstu viku

Þau tímamót verða eftir viku að fyrsta kvennaliðið keppir til úrslita í ræðukeppninni MORFÍS. Stelpurnar í liðinu eru stoltar af því að skrá sig svona á spjöld sögunnar - en finna þó enn fyrir fordómum á þessum áður karllæga vettvangi.

Aftur til­kynnt um rangan sigur­vegara í Morfís

Verslunarskóli Íslands var ranglega úrskurðaður sigurvegari í viðureign skólans gegn Menntaskólanum í Reykjavík í MORFÍS í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem samskonar mistök eiga sér stað í keppninni.

Verzló vann MORFÍs

Verzlunarskóli Íslands fór með sigur af hólmi í MORFÍs, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, í úrslitum keppninnar sem fram fóru í Háskólabíói í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×