„Hér er um að ræða fullkominn forsendubrest“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. apríl 2023 20:39 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnir fjármálaætlun fyrir árin 2024 til 2028 þann 29. mars síðastliðinn. Samband íslenskra sveitarfélaga segir rammasamning um húsnæðisuppbyggingu verulega vanfjármagnaðan í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga telur að rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða sé vanfjármagnaður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Um sé að ræða „fullkominn forsendubrest“ og íbúðaþörf næstu ára verði ekki fullnægt. Samningurinn sem var undirritaður 12. Júlí 2021 gerir ráð fyrir að byggðar verði minnst fjögur þúsund íbúðir á hverju ári næstu fimm árin og 3.500 íbúðir á ári næstu fimm ár eftir það. Í samningnum var einnig lögð áhersla á að 30% íbúðanna yrðu hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði, um 1.200 íbúðir árlega. Samband íslenskra sveitarfélaga sem eru aðili að rammasamningnum birtu 24. apríl síðastliðinn umsögn um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar að fjármálaáætlun næstu ára. Í umsögninni segir að um sé að ræða „fullkominn forsendubrest“ þar sem rammasamningurinn er „verulega vanfjármagnaður“ og nauðsynlegt sé að hækka stofnframlög umtalsvert. Fram kemur í umsögninni að til að efna samninginn þyrftu stofnframlög að vera samtals 44 milljarðar króna næstu fimm árin og lánveitingar 188 milljarðar. Í fjármálaáætluninni sé hins vegar aðeins gert ráð fyrir stofnframlögum í heild að fjárhæð 18,7 milljörðum og að veitt verði lán upp á 20 milljarða á ári. „Verði þessi reyndin blasir við að íbúðaþörf næstu ára verði alls ekki fullnægt með fyrirsjáanlegum áhrifum á íbúðaverð og þar með verðbólgu,“ segir undir lok umsagnarinnar. „Var þetta bara enn eitt Framsóknarblöffið í húsnæðismálum“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar vakti máls á því í fyrri umræðu um fjármálaáætlun þann 31. mars síðastliðinn að rammasamningurinn væri vanfjármagnaður og að ríkið væri að senda skaðleg skilaboð til sveitarfélaga, uppbyggingaraðila og fólksins í landinu. „Blekið er varla þornað af rammasamkomulaginu og ríkisstjórnin virðist bara strax búin að gefast upp. Var þetta bara enn eitt Framsóknarblöffið í húsnæðismálum, enn eitt dæmið um að blásið sé í herlúðra sem reynist svo engin innstæða fyrir?“ sagði hann í ræðu sinni. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur svarað því til að ekki sé raunhæft að samningsmarkmið um íbúðauppbyggingu á samfélagslegum forsendum verði uppfyllt fyrr en eftir nokkur ár. „Þessi markmið um 4.000 íbúðir og allt að 35% íbúða, þ.e. 30% sem eru þá byggðar sem almennar íbúðir eða með hlutdeildarlánum og svo 5% að auki í félagslega kerfinu sem gerir um 1.400 íbúðir — við sjáum ekki fram á að við náum þessu að fullu fyrr en kannski 2026 eða 2027,“ sagði hann í umræðum um fjármálaáætlun 17. apríl síðastliðinn. „Við teljum okkur í dag vera nægjanlega fjármögnuð með þessa 4 milljarða í stofnframlögum í ár og næsta ár til að geta byggt það sem einfaldlega verður raunhæft að geta byggt.“ Í stað þeirra 1.200 hagkvæmu íbúða sem var talað um í samningnum sé því frekar um 400 íbúðir að ræða. Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Tengdar fréttir Uppbyggingarheimildir verði tímabundnar Rammasamningur milli ríkis og borgar um skjótari uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík var undirritaður í gær. Byggt verður upp hraðar og meira og uppbyggingarheimildir verða tímabundnar til þess að koma í veg fyrir lóðabrask. 6. janúar 2023 23:00 Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19 Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Samningurinn sem var undirritaður 12. Júlí 2021 gerir ráð fyrir að byggðar verði minnst fjögur þúsund íbúðir á hverju ári næstu fimm árin og 3.500 íbúðir á ári næstu fimm ár eftir það. Í samningnum var einnig lögð áhersla á að 30% íbúðanna yrðu hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði, um 1.200 íbúðir árlega. Samband íslenskra sveitarfélaga sem eru aðili að rammasamningnum birtu 24. apríl síðastliðinn umsögn um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar að fjármálaáætlun næstu ára. Í umsögninni segir að um sé að ræða „fullkominn forsendubrest“ þar sem rammasamningurinn er „verulega vanfjármagnaður“ og nauðsynlegt sé að hækka stofnframlög umtalsvert. Fram kemur í umsögninni að til að efna samninginn þyrftu stofnframlög að vera samtals 44 milljarðar króna næstu fimm árin og lánveitingar 188 milljarðar. Í fjármálaáætluninni sé hins vegar aðeins gert ráð fyrir stofnframlögum í heild að fjárhæð 18,7 milljörðum og að veitt verði lán upp á 20 milljarða á ári. „Verði þessi reyndin blasir við að íbúðaþörf næstu ára verði alls ekki fullnægt með fyrirsjáanlegum áhrifum á íbúðaverð og þar með verðbólgu,“ segir undir lok umsagnarinnar. „Var þetta bara enn eitt Framsóknarblöffið í húsnæðismálum“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar vakti máls á því í fyrri umræðu um fjármálaáætlun þann 31. mars síðastliðinn að rammasamningurinn væri vanfjármagnaður og að ríkið væri að senda skaðleg skilaboð til sveitarfélaga, uppbyggingaraðila og fólksins í landinu. „Blekið er varla þornað af rammasamkomulaginu og ríkisstjórnin virðist bara strax búin að gefast upp. Var þetta bara enn eitt Framsóknarblöffið í húsnæðismálum, enn eitt dæmið um að blásið sé í herlúðra sem reynist svo engin innstæða fyrir?“ sagði hann í ræðu sinni. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur svarað því til að ekki sé raunhæft að samningsmarkmið um íbúðauppbyggingu á samfélagslegum forsendum verði uppfyllt fyrr en eftir nokkur ár. „Þessi markmið um 4.000 íbúðir og allt að 35% íbúða, þ.e. 30% sem eru þá byggðar sem almennar íbúðir eða með hlutdeildarlánum og svo 5% að auki í félagslega kerfinu sem gerir um 1.400 íbúðir — við sjáum ekki fram á að við náum þessu að fullu fyrr en kannski 2026 eða 2027,“ sagði hann í umræðum um fjármálaáætlun 17. apríl síðastliðinn. „Við teljum okkur í dag vera nægjanlega fjármögnuð með þessa 4 milljarða í stofnframlögum í ár og næsta ár til að geta byggt það sem einfaldlega verður raunhæft að geta byggt.“ Í stað þeirra 1.200 hagkvæmu íbúða sem var talað um í samningnum sé því frekar um 400 íbúðir að ræða.
Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Tengdar fréttir Uppbyggingarheimildir verði tímabundnar Rammasamningur milli ríkis og borgar um skjótari uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík var undirritaður í gær. Byggt verður upp hraðar og meira og uppbyggingarheimildir verða tímabundnar til þess að koma í veg fyrir lóðabrask. 6. janúar 2023 23:00 Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19 Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Uppbyggingarheimildir verði tímabundnar Rammasamningur milli ríkis og borgar um skjótari uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík var undirritaður í gær. Byggt verður upp hraðar og meira og uppbyggingarheimildir verða tímabundnar til þess að koma í veg fyrir lóðabrask. 6. janúar 2023 23:00
Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19
Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42