Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2023 17:24 Skipulagsbreytingar voru kynntar á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Kópavogsbær Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum bæjarins við fyrirspurn Vísis. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, lagði í gær fram tillögur um breytingar á starfsemi menningarhúsanna og að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar. Menningarhús bæjarins eru nú Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Lindasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, auk Héraðsskjalasafns Kópavogs. Stöðugildum fækkað og fjölgað Í svörum bæjarins kemur fram að í Bókasafni Kópavogs muni tveir starfsmenn missa vinnuna. Þá hefur starfsfólki í Náttúrufræðistofnun Kópavogs verið tilkynnt um að uppsagnir taki gildi 1. júní og er um að ræða 5,25 stöðugildi á höndum sjö starfsmanna, að sögn svara frá upplýsingafulltrúa bæjarins. Segir í svörunum að stöðugildum við Gerðarsafn verði fjölgað um þrjú og safnhluti Náttúrufræðistofu heyra undir safnið. Því muni fylgja stöðugildi. „Þess vegna er heildar fækkun stöðugilda fjögur, eins og fram kemur í tillögum bæjarstjóra að nýjum sóknarfærum í starfsemi menningarhúsa Kópavogsbæjar,“ segir í svörum bæjarins. „Þess má geta að samþykkt hefur verið að leggja Héraðsskjalasafn Kópavogs niður en enn á eftir að vinna að útfærslu þess, ásamt því að ræða við Þjóðskjalasafn Íslands. Ekki hefur komið til uppsagna að svo stöddu. Ekki er um hópuppsögn að ræða.“ Uppfært klukkan 23:46: Í upprunalegu fréttinni stóð að fjórir myndu missa vinnuna vegna breytinga á menningarhúsum Kópavogs. Hið rétta er að stöðugildum mun fækka um fjögur í menningarhúsum. Hins vegar munu samanlagt níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga í menningarhúsum og vegna uppsagna í náttúrufræðistofu Kópavogs og bókasafni Kópavogs. Kópavogur Söfn Menning Vinnumarkaður Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum bæjarins við fyrirspurn Vísis. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, lagði í gær fram tillögur um breytingar á starfsemi menningarhúsanna og að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar. Menningarhús bæjarins eru nú Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Lindasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, auk Héraðsskjalasafns Kópavogs. Stöðugildum fækkað og fjölgað Í svörum bæjarins kemur fram að í Bókasafni Kópavogs muni tveir starfsmenn missa vinnuna. Þá hefur starfsfólki í Náttúrufræðistofnun Kópavogs verið tilkynnt um að uppsagnir taki gildi 1. júní og er um að ræða 5,25 stöðugildi á höndum sjö starfsmanna, að sögn svara frá upplýsingafulltrúa bæjarins. Segir í svörunum að stöðugildum við Gerðarsafn verði fjölgað um þrjú og safnhluti Náttúrufræðistofu heyra undir safnið. Því muni fylgja stöðugildi. „Þess vegna er heildar fækkun stöðugilda fjögur, eins og fram kemur í tillögum bæjarstjóra að nýjum sóknarfærum í starfsemi menningarhúsa Kópavogsbæjar,“ segir í svörum bæjarins. „Þess má geta að samþykkt hefur verið að leggja Héraðsskjalasafn Kópavogs niður en enn á eftir að vinna að útfærslu þess, ásamt því að ræða við Þjóðskjalasafn Íslands. Ekki hefur komið til uppsagna að svo stöddu. Ekki er um hópuppsögn að ræða.“ Uppfært klukkan 23:46: Í upprunalegu fréttinni stóð að fjórir myndu missa vinnuna vegna breytinga á menningarhúsum Kópavogs. Hið rétta er að stöðugildum mun fækka um fjögur í menningarhúsum. Hins vegar munu samanlagt níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga í menningarhúsum og vegna uppsagna í náttúrufræðistofu Kópavogs og bókasafni Kópavogs.
Kópavogur Söfn Menning Vinnumarkaður Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira
Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31