Forseti UEFA vill setja launaþak í evrópskum fótbolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. apríl 2023 20:00 Aleksander Ceferin, forseti UEFA. Gualter Fatia - UEFA/UEFA via Getty Images Aleksander Ceferin, forseti evrópska kanttspyrnusambandsins UEFA, vill koma á launaþaki í evrópskum fótbolta. Laun knattspyrnumanna hafa oft verið á milli tannanna á fólki og launahæstu leikmenn Evrópu þéna allt að 17,5 milljarða króna á ári. Ceferin segir að hann hafi nú þegar rætt um málið við framkvæmdarstjórn UEFA og bætir við að öll félög séu sammála breytingunni. „Það kemur kannski á óvart, en það eru allir sammála þessu,“ sagði Ceferin í samtali við bandaríska miðilinn Men in Blazers. „Stór félög, lítil félög, félög í eigu ríkja, félög í eigu milljarðamæringa. Það eru allir sammála um þetta.“ 🗣 "In the future we have to seriously think about a salary cap."During Rog's podcast interview with Aleksander Čeferin, the UEFA President talked about instituting a salary cap "as soon as possible" as a means of maintaining greater competitive balance throughout the game. 🎙 pic.twitter.com/IF2wQ2l0tU— Men in Blazers (@MenInBlazers) April 25, 2023 Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, viðraði einnig hugmyndina um launaþak fyrr á árinu og nú virðast álfusamböndin vera farin að taka í sama streng. „Við þurfum að hugsa alvarlega um launaþak í framtíðinni. Ef laun rjúka upp úr öllu valdi verður gríðarlegt ójafnvægi í samkeppni milli félaga,“ sagði Ceferin. „Þetta snýst ekki um eigendurna, heldur um samkeppnishæfni félaga. Ef að sömu fimm liðin vinna alltaf allt þá verður þetta tilgangslaust.“ „En þetta þarf að vera sameiginlegt átak milli allra deilda og UEFA. Ef þetta verður bara gert í nokkrum deildum og ekki öðrum þá virkar þetta ekki. Ég vona að það sé hægt að koma þessu á fót sem fyrst.“ „Eins og staðan er núna þá taka nýjar reglur gildi eftir 2024 þar sem lið geta mest eytt 70 prósent af tekjum sínum í launakostnað og leikmannakaup. En það er ekki nóg því ef tekjur félags eru fimm milljarðar evra þá er 70 prósent af því ansi mikið.“ „Þetta er framtíðin og ég er ekki hræddur um það að eigendur félaganna hafi of mikil völd. UEFA stjórnar evrópsku keppnunum og deildunum og við eigum mjög gott samstarf við evrópsku félagasamtökin,“ sagði Ceferin að lokum. UEFA Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Laun knattspyrnumanna hafa oft verið á milli tannanna á fólki og launahæstu leikmenn Evrópu þéna allt að 17,5 milljarða króna á ári. Ceferin segir að hann hafi nú þegar rætt um málið við framkvæmdarstjórn UEFA og bætir við að öll félög séu sammála breytingunni. „Það kemur kannski á óvart, en það eru allir sammála þessu,“ sagði Ceferin í samtali við bandaríska miðilinn Men in Blazers. „Stór félög, lítil félög, félög í eigu ríkja, félög í eigu milljarðamæringa. Það eru allir sammála um þetta.“ 🗣 "In the future we have to seriously think about a salary cap."During Rog's podcast interview with Aleksander Čeferin, the UEFA President talked about instituting a salary cap "as soon as possible" as a means of maintaining greater competitive balance throughout the game. 🎙 pic.twitter.com/IF2wQ2l0tU— Men in Blazers (@MenInBlazers) April 25, 2023 Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, viðraði einnig hugmyndina um launaþak fyrr á árinu og nú virðast álfusamböndin vera farin að taka í sama streng. „Við þurfum að hugsa alvarlega um launaþak í framtíðinni. Ef laun rjúka upp úr öllu valdi verður gríðarlegt ójafnvægi í samkeppni milli félaga,“ sagði Ceferin. „Þetta snýst ekki um eigendurna, heldur um samkeppnishæfni félaga. Ef að sömu fimm liðin vinna alltaf allt þá verður þetta tilgangslaust.“ „En þetta þarf að vera sameiginlegt átak milli allra deilda og UEFA. Ef þetta verður bara gert í nokkrum deildum og ekki öðrum þá virkar þetta ekki. Ég vona að það sé hægt að koma þessu á fót sem fyrst.“ „Eins og staðan er núna þá taka nýjar reglur gildi eftir 2024 þar sem lið geta mest eytt 70 prósent af tekjum sínum í launakostnað og leikmannakaup. En það er ekki nóg því ef tekjur félags eru fimm milljarðar evra þá er 70 prósent af því ansi mikið.“ „Þetta er framtíðin og ég er ekki hræddur um það að eigendur félaganna hafi of mikil völd. UEFA stjórnar evrópsku keppnunum og deildunum og við eigum mjög gott samstarf við evrópsku félagasamtökin,“ sagði Ceferin að lokum.
UEFA Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti