Innlent

Djúptækni, sjálfstæði Íslendinga og húsnæðismál á Sprengisandi

Ritstjórn skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Hans Guttormur Þormar, frumkvöll og vísindamaður, ræðir um djúptækni sem er hugtak um rannsóknir og þróun nýrrar tækni með samspili margra vísindagreina.

Davíð Þór Björgvinsson, prófessor í lögum, fjallar um sjálfstæði Íslendinga gagnvart EES-samningnum og þær deilur sem uppi eru vegna frumvarps utanríkisráðherra sem felur í sér breytingu á einni grein EES - laganna.

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, og Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka Iðnaðarins, fjalla um húsnæðsmál, leigumarkað, ásælni fjárfesta í íbúðarhúsnæði og fleira skylt.

Erna Kaaber, sérfræðingur í stefnumótun á sviði menningarmála, ætlar að gera grein fyrir þátttöku Háskólans á Bifröst í alþjóðlegu rannsóknarverkefni þar sem á að kortleggja hvernig skapandi greinar geti leitt atvinnuuppbyggingu í dreifðum byggðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×