Skrá sig á spjöld sögunnar í næstu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2023 22:00 Lið Flensborgarskólans: Birgitta Rún Ólafsdóttir, frummælandi, Unnur Elín Sigursteinsdóttir, meðmælandi, Perla Eyfjörð Arnardóttir, liðsstjóri og Snædís Petra Sölvadóttir, stuðningsmaður. vísir/egill Þau tímamót verða eftir viku að fyrsta kvennaliðið keppir til úrslita í ræðukeppninni MORFÍS. Stelpurnar í liðinu eru stoltar af því að skrá sig svona á spjöld sögunnar - en finna þó enn fyrir fordómum á þessum áður karllæga vettvangi. „Hvað þarf margar ljóskur til að skipta um ljósaperu? Tvær! Eina til að skipta um peru og aðra til að sjúga mig! Þá vitum við það,“ sagði einn keppanda í ræðu sinni í úrslitum MORFÍS, Mælsu og rökræðukeppni framhaldsskólanna, árið 2004. Brandari sem eflaust ætti síður upp á pallborðið hjá áhorfendum í dag, yrði hann sagður í pontu. Versló og MH áttust við - allir keppendur strákar. Kynjahalli sem einkenndi keppnina framan af. Morfís hefur í gegnum tíðina verið beinlínis fjandsamlegur vettvangur fyrir stelpur, eins og fyrirsagnir sem fréttamaður tíndi til og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan sýna glöggt. Þekktasta dæmið er eflaust frá 2008 þegar lið skipað strákum sýndi nektarmynd af kvenkyns mótherja í miðri keppni. En nú er öldin örlítið önnur. Í úrslitunum næsta föstudag mætast MR og Flensborg - og lið síðarnefnda skólans er eingöngu skipað stelpum, í fyrsta sinn í sögunni sem allsherjar kvennalið nær í úrslit. Liðsmennirnir, þær Birgitta Rún Ólafsdóttir, frummælandi, Unnur Elín Sigursteinsdóttir, meðmælandi, Perla Eyfjörð Arnardóttir, liðsstjóri og Snædís Petra Sölvadóttir, stuðningsmaður, eru allar á einu máli: það er ákaflega spennandi að skrá sig á spjöld MORFÍS-sögunnar með þessum hætti. Löngu sé kominn tími til að allsherjarkvennalið keppi til úrslita. Þá segja stelpurnar MORFÍS-menninguna blessunarlega hafa kvenvæðst mjög undanfarið en þær finni enn fyrir gömlum draugum. „Óviðeigandi skot sem eru að koma frá karlmönnum í liðunum. Kynferðisleg oft,“ segir Birgitta. „Eins og í síðustu keppni, ég nefni engin nöfn, en þá kemur strákur í liðinu með svarið: Ég frétti að ein í liðinu væri ógeðslega gröð. Við vorum alveg bara já, ókei,“ segir Unnur. Ítarlegra viðtal við stelpurnar má sjá í innslaginu hér fyrir ofan. Framhaldsskólar Hafnarfjörður Morfís Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki forsvaranleg fjárhagslega Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
„Hvað þarf margar ljóskur til að skipta um ljósaperu? Tvær! Eina til að skipta um peru og aðra til að sjúga mig! Þá vitum við það,“ sagði einn keppanda í ræðu sinni í úrslitum MORFÍS, Mælsu og rökræðukeppni framhaldsskólanna, árið 2004. Brandari sem eflaust ætti síður upp á pallborðið hjá áhorfendum í dag, yrði hann sagður í pontu. Versló og MH áttust við - allir keppendur strákar. Kynjahalli sem einkenndi keppnina framan af. Morfís hefur í gegnum tíðina verið beinlínis fjandsamlegur vettvangur fyrir stelpur, eins og fyrirsagnir sem fréttamaður tíndi til og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan sýna glöggt. Þekktasta dæmið er eflaust frá 2008 þegar lið skipað strákum sýndi nektarmynd af kvenkyns mótherja í miðri keppni. En nú er öldin örlítið önnur. Í úrslitunum næsta föstudag mætast MR og Flensborg - og lið síðarnefnda skólans er eingöngu skipað stelpum, í fyrsta sinn í sögunni sem allsherjar kvennalið nær í úrslit. Liðsmennirnir, þær Birgitta Rún Ólafsdóttir, frummælandi, Unnur Elín Sigursteinsdóttir, meðmælandi, Perla Eyfjörð Arnardóttir, liðsstjóri og Snædís Petra Sölvadóttir, stuðningsmaður, eru allar á einu máli: það er ákaflega spennandi að skrá sig á spjöld MORFÍS-sögunnar með þessum hætti. Löngu sé kominn tími til að allsherjarkvennalið keppi til úrslita. Þá segja stelpurnar MORFÍS-menninguna blessunarlega hafa kvenvæðst mjög undanfarið en þær finni enn fyrir gömlum draugum. „Óviðeigandi skot sem eru að koma frá karlmönnum í liðunum. Kynferðisleg oft,“ segir Birgitta. „Eins og í síðustu keppni, ég nefni engin nöfn, en þá kemur strákur í liðinu með svarið: Ég frétti að ein í liðinu væri ógeðslega gröð. Við vorum alveg bara já, ókei,“ segir Unnur. Ítarlegra viðtal við stelpurnar má sjá í innslaginu hér fyrir ofan.
Framhaldsskólar Hafnarfjörður Morfís Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki forsvaranleg fjárhagslega Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira