Innlent

Embla og GPT-4 í eina sæng

Máni Snær Þorláksson skrifar
Katla Ásgeirsdóttir er viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar.
Katla Ásgeirsdóttir er viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar. Aðsend

Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani.

„Þetta er ókeypis, við erum að bjóða upp á fimmtán fyrirspurnir á hvert tæki,“ segir Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar, í samtali við fréttastofu. Virknin verður til prófunar í eina viku. Mun GPT-4 á þeim tíma geta svarað þeim fyrirspurnum sem Embla kann ekki þegar svör við.

Miðeind hefur verið í samstarfi með OpenAI undanfarna mánuði til að sérþjálfa nýjasta mállíkan fyrirtækisins, GPT-4 í íslensku. „Afrakstur þess samstarfs má sjá á stórbættri íslenskukunnáttu risamállíkansins GPT-4 og vænta má enn betri niðurstaðna á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningu frá Miðeind.

Áhugasöm geta prófað að tala við gervigreindarlíkanið á íslensku heima hjá sér í smáforritinu Emblu sem finna má í Apple AppStore fyrir iPhone og Google PlayStore fyrir Android.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×