Fótbolti

Njarðvík og FH verða í pottinum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Oliver Heiðarsson nældi í vítaspyrnuna sem Úlfur Ágúst Björnsson skoraði úr. 
Oliver Heiðarsson nældi í vítaspyrnuna sem Úlfur Ágúst Björnsson skoraði úr.  Vísir/Hulda Margrét

Njarðvík og FH tryggðu sér í dag sæti í 16 liða úrslitum Mjólkubikars karla í fótbolta. 

Njarðvík vann nokkuð sannfærandi 4-1 sigur þegar liðið KFA í heimsókn í Reykjanesbæ. Marc McAusland kom Njarðvík í 2-0 Marteinn Már Sverris­son lagaði stöðuna fyrir KFA undir lok leiksins.

Oum­ar Di­ouck og Luqm­an Hak­in innsigluðu sigur Njarðvíkur með mörkum sínum í uppbótartíma leiksins.  

Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvö marka FH og Úlfur Ágúst Björnsson eitt úr vítaspyrnu þegar liðið bar sigurorð af Ægi á Selfossi með þremur mörkum gegn einu. Cristofer Moises Rolin minnkaði muninn fyrir Ægi með stórglæsilegu marki. 

KR, Breiðablik, Valur, KA, Stjarnan, Leiknir Reykjavík, Keflavík og Þróttur Reykjavík komust áfram úr sínum viðureignum í gær. 

Það kemur svo í ljós seinna í dag hvaða sex liða fylla 16 liða úrslitin.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×