Bræðurnir Gústi B og Árni Beinteinn fara af stað með Kökukast Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. apríl 2023 18:00 Bræðurnir Gústi B og Árni Beinteinn fara af stað með bráðskemmtilega kökuskreytingarþætti þann 24. apríl næstkomandi. Sunna Björk Hákonardóttir Hinir stórskemmtilegu bræður Gústi B og Árni Beinteinn eru að fara af stað með glænýja þætti. Þættirnir nefnast Kökukast og hefja göngu sína hér á Vísi og á Stöð 2+ næstkomandi mánudag. Kökukast er kökuskreytingakeppni þar sem fjölskyldur keppast um að skreyta flottustu kökuna. Tveir eru saman í liði, einn fullorðinn og eitt barn. Þeir bræður dæma svo kökurnar með sérstakri aðstoð kökusérfræðingsins Evu Laufeyjar. Það lið sem dettur út endar svo með köku í andlitinu. „Þetta er náttúrulega alveg glæný og fersk hugmynd og við hlökkum til að sýna þjóðinni útkomuna 24. apríl,“ segir Árni Beinteinn í samtali við Vísi. Árni er leikari og sló meðal annars í gegn í hlutverki Benedikts búálfs í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á sýningunni. Fjölmiðlamaðurinn Gústi B vakti fyrst athygli sem TikTok stjarna en er í dag vinsæll útvarpsmaður á FM957. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum Kökukast. Völdu átta lið úr rúmlega hundrað umsóknum Í febrúar var opnað fyrir umsóknir í þættina. Áhuginn var mikill og bárust ríflega hundrað umsóknir. „Á tímabili gerðum við lítið annað en að skoða kynningarmyndbönd en með hjálp stórkostlegs teymis tókst okkur að velja átta frábær lið sem keppa í þáttunum,“ segir Gústi B í samtali við Vísi. Í Kökukasti keppast fjölskyldur um bestu kökuskreytinguna. Tapliðið fær svo köku í andlitið.Sunna Björk Hákonardóttir Fengu frábærar viðtökur á frumsýningunni Um helgina fór fram sérstök frumsýning á þáttunum í Laugarásbíói og segja þeir bræður viðtökurnar hafa farið fram úr væntingum. „Við erum fyrst og fremst gríðarlega þakklátir fyrir frábærar viðtökur. Það var skrýtið að horfa á sjálfan sig í svona stóru hlutverki á hvíta tjaldinu en á sama tíma bráðskemmtilegt. Bíósýningin staðfesti það sem okkur grunaði - að þetta er ótrúlega skemmtilegt efni,“ segir Gústi B. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá frumsýningunni. Úlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. Arnalds Kökukast Tengdar fréttir Hver skreytir flottustu kökuna? - Skráning í Kökukastið er hafin Skráning er hafin í skemmtilega fjölskyldukeppni Vísis og Stöð 2+. 21. febrúar 2023 10:15 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Kökukast er kökuskreytingakeppni þar sem fjölskyldur keppast um að skreyta flottustu kökuna. Tveir eru saman í liði, einn fullorðinn og eitt barn. Þeir bræður dæma svo kökurnar með sérstakri aðstoð kökusérfræðingsins Evu Laufeyjar. Það lið sem dettur út endar svo með köku í andlitinu. „Þetta er náttúrulega alveg glæný og fersk hugmynd og við hlökkum til að sýna þjóðinni útkomuna 24. apríl,“ segir Árni Beinteinn í samtali við Vísi. Árni er leikari og sló meðal annars í gegn í hlutverki Benedikts búálfs í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á sýningunni. Fjölmiðlamaðurinn Gústi B vakti fyrst athygli sem TikTok stjarna en er í dag vinsæll útvarpsmaður á FM957. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum Kökukast. Völdu átta lið úr rúmlega hundrað umsóknum Í febrúar var opnað fyrir umsóknir í þættina. Áhuginn var mikill og bárust ríflega hundrað umsóknir. „Á tímabili gerðum við lítið annað en að skoða kynningarmyndbönd en með hjálp stórkostlegs teymis tókst okkur að velja átta frábær lið sem keppa í þáttunum,“ segir Gústi B í samtali við Vísi. Í Kökukasti keppast fjölskyldur um bestu kökuskreytinguna. Tapliðið fær svo köku í andlitið.Sunna Björk Hákonardóttir Fengu frábærar viðtökur á frumsýningunni Um helgina fór fram sérstök frumsýning á þáttunum í Laugarásbíói og segja þeir bræður viðtökurnar hafa farið fram úr væntingum. „Við erum fyrst og fremst gríðarlega þakklátir fyrir frábærar viðtökur. Það var skrýtið að horfa á sjálfan sig í svona stóru hlutverki á hvíta tjaldinu en á sama tíma bráðskemmtilegt. Bíósýningin staðfesti það sem okkur grunaði - að þetta er ótrúlega skemmtilegt efni,“ segir Gústi B. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá frumsýningunni. Úlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. Arnalds
Kökukast Tengdar fréttir Hver skreytir flottustu kökuna? - Skráning í Kökukastið er hafin Skráning er hafin í skemmtilega fjölskyldukeppni Vísis og Stöð 2+. 21. febrúar 2023 10:15 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Hver skreytir flottustu kökuna? - Skráning í Kökukastið er hafin Skráning er hafin í skemmtilega fjölskyldukeppni Vísis og Stöð 2+. 21. febrúar 2023 10:15