Lífið

Alexandra Helga aftur á sam­fé­lags­miðla

Íris Hauksdóttir skrifar
Alexandra lét sig hverfa af samfélagsmiðlum en er nú snúin aftur
Alexandra lét sig hverfa af samfélagsmiðlum en er nú snúin aftur

Fyrrum fegurðardrottningin Alexandra Helga Ívarsdóttir lét sig hverfa af öllum samfélagsmiðlum í kjölfar hneykslismáls eiginmannsins, Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Alexandra lokaði bæði reikningum sínum á Instagram og Facebook en hefur nú snúið aftur á þann síðarnefnda. Gylfi Þór hélt þó sínum reikningum áfram opnum en hefur lítið látið fyrir sér fara.

Fyrr í dag gaf lögreglan í Manchester yfirlýsingu þess efnis að Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki ákærður fyrir kyn­­ferðis­brot gegn ólög­ráða ein­stak­lingi og sé því laus allra mála.

Alexandra hefur undanfarna mánuði einbeitt sér að verslunarrekstri en hún er annar eigandi barnafatabúðarinnar Móa og Mía ásamt Móeiði Lár­us­dótt­ur, eig­in­konu Harðar Björg­vins Magnús­son­ar fótboltakappa.


Tengdar fréttir

Gylfi laus allra mála

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála.

KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax

KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi.

„Hann fær þessi ár ekki aftur“

„Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×