Ráðgjafi ákærður fyrir morð á milljarðamæringi Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 23:48 Londor Breed, borgarstjóri San Francisco, (t.v.), William Scott, lögreglustjóri borgarinnar, og Brooke Jenkins, umdæmissaksóknari í borginni á blaðamannafundi um morðið á Bob Lee í dag. AP/Godofredo A. Vásquez Lögreglan í San Francisco í Bandaríkjunum segist hafa handtekið og ákært tölvuráðgjafa fyrir morðið á Bob Lee, stofnanda greiðsluforritsins Cash App. Lee var stunginn til bana í borginni í síðustu viku. Nima Momeni, 38 ára gamall tölvuráðgjafi, var handtekinn í úthverfi San Francisco í morgun. Hann er grunaður um morðið á Lee. Lögreglan vill ekki segja hvernig mennirnir tengdust eða hvert tilefni morðsins var. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Lee og Momeni hafi þekkst. Lee var 43 ára gamall og tveggja barna faðir. Vinir hans og samstarfsmenn hafa lofað hann sem eldkláran og höfðinglegan mann. Lee er helst þekktur fyrir að þróa Cash App þegar hann var yfirmaður tæknimála hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu Square sem nú gengur undir nafninu Block. Fyrir andlátið vann hann í rafmyntabransanum. Momeni lýsir sjálfum sér sem tölvuráðgjafa og frumkvöðli á samfélagsmiðlinum Linkedin. Hann segist þar jafnframt eigandi fyrirtækis sem nefnist Expand IT. AP-fréttastofan segir að Momeni hafi verið kærður fyrir ólöglegan vopnaburð þegar hann var tekinn með fjaðurhníf árið 2011. Málinu gegn honum var vísað frá eftir að hann gerði sátt. Elon Musk, eigandi Twitter, var á meðal þeirra sem hörmuðu dauða Lee. Hann notaði hins vegar einnig tækifærið til þess að bauna á borgaryfirvöld vegna meints andvaraleysis þeirra gagnvart glæpum. Hélt hann því fram að hryllilega mikið væri um glæpi í borginni og jafnvel þegar glæpamenn væru gripnir væri þeim iðulega sleppt strax. London Breed, borgarstjóri, sagði yfirlýsingar Musk glannalega og ábyrgðarlausar og að þær gæfu heimsbyggðinni falska mynd af borginni. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Sjá meira
Nima Momeni, 38 ára gamall tölvuráðgjafi, var handtekinn í úthverfi San Francisco í morgun. Hann er grunaður um morðið á Lee. Lögreglan vill ekki segja hvernig mennirnir tengdust eða hvert tilefni morðsins var. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Lee og Momeni hafi þekkst. Lee var 43 ára gamall og tveggja barna faðir. Vinir hans og samstarfsmenn hafa lofað hann sem eldkláran og höfðinglegan mann. Lee er helst þekktur fyrir að þróa Cash App þegar hann var yfirmaður tæknimála hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu Square sem nú gengur undir nafninu Block. Fyrir andlátið vann hann í rafmyntabransanum. Momeni lýsir sjálfum sér sem tölvuráðgjafa og frumkvöðli á samfélagsmiðlinum Linkedin. Hann segist þar jafnframt eigandi fyrirtækis sem nefnist Expand IT. AP-fréttastofan segir að Momeni hafi verið kærður fyrir ólöglegan vopnaburð þegar hann var tekinn með fjaðurhníf árið 2011. Málinu gegn honum var vísað frá eftir að hann gerði sátt. Elon Musk, eigandi Twitter, var á meðal þeirra sem hörmuðu dauða Lee. Hann notaði hins vegar einnig tækifærið til þess að bauna á borgaryfirvöld vegna meints andvaraleysis þeirra gagnvart glæpum. Hélt hann því fram að hryllilega mikið væri um glæpi í borginni og jafnvel þegar glæpamenn væru gripnir væri þeim iðulega sleppt strax. London Breed, borgarstjóri, sagði yfirlýsingar Musk glannalega og ábyrgðarlausar og að þær gæfu heimsbyggðinni falska mynd af borginni.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Sjá meira