Ten Hag eftir hörmulegan endi: „Ekki skemmtilegt kvöld“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2023 07:01 Erik Ten Hag þakkar áhorfendum eftir vægast sagt súran endi. Matthew Ashton/Getty Images Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög ósáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir að hans menn höfðu glutrað niður tveggja marka forystu gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Man United hóf leikinn frábærlega og virtist vera búið að klára einvígið í fyrri hálfleik. Hins vegar hrundið liðið algjörlega þegar innan við tíu mínútur voru til leiksloka. Tvö sjálfsmörk sem og Lisandro Martínez fór að því virtist alvarlega meiddur af velli. „Við vorum með leikinn í höndunum, vorum 2-0 yfir en hefðum átt að vera búnir að skora þrjú eða fjögur. Getum kennt sjálfum okkur um. Við vorum óheppnir með meiðsli, þurfum að gera nokkrar skiptingar vegna meiðsla og þá misstum við stjórn á leiknum.“ „Við fengum á okkur tvö sjálfsmörk, það er óheppni en við verðum að höndla það. Við verðum að læra og þurfum að drepa leiki en einvígið er nú galopið.“ „Þegar við náðum ekki að skora þriðja markið og lentum í nokkrum meiðslum þá misstum við ryðmann sem við höfðum verið í. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, sýndum mikla trú og Marcel Sabitzer skoraði tvö frábær mörk. Hefðum getað skorað enn fleiri en í síðari hálfleik misstum við alla stjórn á leiknum.“ 85' Man Utd 2-1 Sevilla (Malacia OG)90+3' Man Utd 2-2 Sevilla (Maguire OG)Sevilla come back to shock Man Utd at Old Trafford thanks to TWO own goals pic.twitter.com/heLf0VPCwX— B/R Football (@brfootball) April 13, 2023 „Ég veit að við getum gert betur með þá leikmenn sem kláruðu leikinn. Við þurfum að vera yfirvegaðri, þetta var ekki skemmtilegt kvöld.“ Að lokum tjáði Ten Hag sig um meiðsli Martínez og Raphaël Varane. „Við sjáum Martínez falla niður með engan nálægt sér. Það lítur ekki vel út en það er þó ekki um að ræða meiðsli á hásin. Ekki á því svæði. Ég veit ekki hversu alvarleg meiðslin eru, sama með Raphaël.“ Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Man United hóf leikinn frábærlega og virtist vera búið að klára einvígið í fyrri hálfleik. Hins vegar hrundið liðið algjörlega þegar innan við tíu mínútur voru til leiksloka. Tvö sjálfsmörk sem og Lisandro Martínez fór að því virtist alvarlega meiddur af velli. „Við vorum með leikinn í höndunum, vorum 2-0 yfir en hefðum átt að vera búnir að skora þrjú eða fjögur. Getum kennt sjálfum okkur um. Við vorum óheppnir með meiðsli, þurfum að gera nokkrar skiptingar vegna meiðsla og þá misstum við stjórn á leiknum.“ „Við fengum á okkur tvö sjálfsmörk, það er óheppni en við verðum að höndla það. Við verðum að læra og þurfum að drepa leiki en einvígið er nú galopið.“ „Þegar við náðum ekki að skora þriðja markið og lentum í nokkrum meiðslum þá misstum við ryðmann sem við höfðum verið í. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, sýndum mikla trú og Marcel Sabitzer skoraði tvö frábær mörk. Hefðum getað skorað enn fleiri en í síðari hálfleik misstum við alla stjórn á leiknum.“ 85' Man Utd 2-1 Sevilla (Malacia OG)90+3' Man Utd 2-2 Sevilla (Maguire OG)Sevilla come back to shock Man Utd at Old Trafford thanks to TWO own goals pic.twitter.com/heLf0VPCwX— B/R Football (@brfootball) April 13, 2023 „Ég veit að við getum gert betur með þá leikmenn sem kláruðu leikinn. Við þurfum að vera yfirvegaðri, þetta var ekki skemmtilegt kvöld.“ Að lokum tjáði Ten Hag sig um meiðsli Martínez og Raphaël Varane. „Við sjáum Martínez falla niður með engan nálægt sér. Það lítur ekki vel út en það er þó ekki um að ræða meiðsli á hásin. Ekki á því svæði. Ég veit ekki hversu alvarleg meiðslin eru, sama með Raphaël.“
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira