Geðlæknir ávísaði sjúklingi oxýkódóni og morfíni í kílóa vís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2023 13:05 Mikið hefur verið fjallað um ópíóðafaraldur í Bandaríkjunum undanfarin ár sem hefur teygt anga sína víða, meðal annars til Íslands. Getty/George Frey Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni á Íslandi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Læknirinn er talinn hafa ávísað 2,1 kílói af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að í apríl í fyrra hafi embætti landlæknis borist tilkynning frá apóteki um tilteknar lyfjaávísanir læknisins. Embættið hóf rannsókn á ávísunum læknisins á lyfjum og fóru starfsmenn embættisins á starfstöð hans þann 12. apríl. Degi síðar mætti læknirinn til fundar hjá landlækni og var um leið til bráðabirgða sviptur rétti til að ávísa tilteknum lyfjum. Ákvörðunin var svo rökstudd í bréfi um viku síðar. Í júlí var hann svo alfarið sviptur leyfinu eftir tilkynningu mánuði fyrr um fyrirhugaða sviptingu. Sviptingin náði til ávísunar lyfja í tilgreindum ATC flokkum lyfja enda hefði læknirinn ávísað óhæfilega á tiltekinn sjúkling og þar með brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum sem læknir. Læknirinn kærði ákvörðun landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins sem tók kæruna til skoðunar. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Þúsundir Íslendinga nota hið alræmda verkjalyf oxýkódóni, marfalt fleiri en fyrir áratug. Í Kompás í fyrra var hröð þróun hins nýja ópíóðafaraldurs skoðuð og hrikalegar afleiðingar sem neyslan hefur á líf fólks. Sjúklingar hefðu orðið vitni að uppákomunni Læknirinn bar fyrir sig að hafa ávísað nokkru magni lyfja til sjúklings sem hefði verið í meðferð hjá sér. Einn tiltekinn stór skammtur hefði verið vegna ferðar viðkomandi til útlanda. Sjúklingurinn hefði ekki náð árangri í meðferð á Vogi og því hefði sjúklingurinn verið hjá honum í skaðaminnkandi meðferð. Þá væri óforsvaranlegt að mætt hefði verið fyrirvaralaust á starfstöð hans sem geðlæknir enda hafi sjúklingar hans orðið vitni að uppákomunni. Hann hefði ekki fengið nægan andmælarétt, lögmaður hans hefði verið erlendis þegar málið kom upp og þá hefði álitsgjafi á meðferð sjúklingsins verið vanhæf enda komið að málum hans á Vogi. „Gríðarlegt og óskiljanlegt“ magn Embætti landlæknis benti á að orðalag geðlæknisins um „nokkurt magn“ lyfja í ávísun fyrir ferðina til útlanda í apríl í fyrra væri óeðlilegt. Um hefði verið að ræða 40 grömm af morfíni og 70 grömm af oxýkódóni. Embættið taldi magnið vera gríðarlegt og óskiljanlegt. Samkvæmt útreikningum embættisins hefði læknirinn ávísað um 2,1 kíló af virka efninu oxýkódóni og 1,5 kíló af virka efninu morfíni. Þá séu ekki talin með önnur ávana- og fíknilyf sem læknirinn hefði ávísað sjúklingnum. Þá ætti sjúklingurinn sér sögu um ofskömmtun og hefði verið lagður inn á bráðamóttöku vegna þessa. Það magn sem ávísað hefði verið í apríl í fyrra hefði getað reynst sjúklingnum lífshættulegt vegna dauða í ofskammti. Læknirinn hafi í raun séð sjúklingnum fyrir fíknilyfjum með sífellt hækkandi skömmum. Brotið gegn réttindum sjúklings Sérfræðingur í fíknilækningum og lyflækningum tjáði landlækni að meðferðin sem læknirinn hefði veitt væri sláandi, ófagleg og óviðeigandi. Meðferðin og þróun hennar væri ekki eðlileg eða í samræmi við viðurkenndar aðferðir. Heilbrigðisráðuneytið segir í úrskurði sínum að sýnt hafi verið fram á að ávísanir læknisins hafi verið óhæfilegar, bæði hvað varðar magn í heild sem og daglega skammtastærð. Sú hafi verið margföld á við daglega notkun einstaklinga í háskammta neyslu. Með ávísunum hafi læknirinn brotið gegn réttindi sjúklinga um að fá þjónustu miðað við ástand og horfur á hverjum tíma. Skilyrði hafi verið fyrir hendi til að svipta lækninn rétti til að ávísa sjúklingnum ópíóðalyfjum. Þá taldi ráðuneytið að ekki hefði verið nóg að áminna lækninn í þessu tilfelli. Meðferð málsins hefði ekki farið í bága við meðalhófsreglu og aðgerðin ekki of víðtæk. Embætti landlæknis hafi verið heimilt að svipta lækninn réttinum án undangenginnar áminningar. Var sviptingin því staðfest. Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að í apríl í fyrra hafi embætti landlæknis borist tilkynning frá apóteki um tilteknar lyfjaávísanir læknisins. Embættið hóf rannsókn á ávísunum læknisins á lyfjum og fóru starfsmenn embættisins á starfstöð hans þann 12. apríl. Degi síðar mætti læknirinn til fundar hjá landlækni og var um leið til bráðabirgða sviptur rétti til að ávísa tilteknum lyfjum. Ákvörðunin var svo rökstudd í bréfi um viku síðar. Í júlí var hann svo alfarið sviptur leyfinu eftir tilkynningu mánuði fyrr um fyrirhugaða sviptingu. Sviptingin náði til ávísunar lyfja í tilgreindum ATC flokkum lyfja enda hefði læknirinn ávísað óhæfilega á tiltekinn sjúkling og þar með brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum sem læknir. Læknirinn kærði ákvörðun landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins sem tók kæruna til skoðunar. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Þúsundir Íslendinga nota hið alræmda verkjalyf oxýkódóni, marfalt fleiri en fyrir áratug. Í Kompás í fyrra var hröð þróun hins nýja ópíóðafaraldurs skoðuð og hrikalegar afleiðingar sem neyslan hefur á líf fólks. Sjúklingar hefðu orðið vitni að uppákomunni Læknirinn bar fyrir sig að hafa ávísað nokkru magni lyfja til sjúklings sem hefði verið í meðferð hjá sér. Einn tiltekinn stór skammtur hefði verið vegna ferðar viðkomandi til útlanda. Sjúklingurinn hefði ekki náð árangri í meðferð á Vogi og því hefði sjúklingurinn verið hjá honum í skaðaminnkandi meðferð. Þá væri óforsvaranlegt að mætt hefði verið fyrirvaralaust á starfstöð hans sem geðlæknir enda hafi sjúklingar hans orðið vitni að uppákomunni. Hann hefði ekki fengið nægan andmælarétt, lögmaður hans hefði verið erlendis þegar málið kom upp og þá hefði álitsgjafi á meðferð sjúklingsins verið vanhæf enda komið að málum hans á Vogi. „Gríðarlegt og óskiljanlegt“ magn Embætti landlæknis benti á að orðalag geðlæknisins um „nokkurt magn“ lyfja í ávísun fyrir ferðina til útlanda í apríl í fyrra væri óeðlilegt. Um hefði verið að ræða 40 grömm af morfíni og 70 grömm af oxýkódóni. Embættið taldi magnið vera gríðarlegt og óskiljanlegt. Samkvæmt útreikningum embættisins hefði læknirinn ávísað um 2,1 kíló af virka efninu oxýkódóni og 1,5 kíló af virka efninu morfíni. Þá séu ekki talin með önnur ávana- og fíknilyf sem læknirinn hefði ávísað sjúklingnum. Þá ætti sjúklingurinn sér sögu um ofskömmtun og hefði verið lagður inn á bráðamóttöku vegna þessa. Það magn sem ávísað hefði verið í apríl í fyrra hefði getað reynst sjúklingnum lífshættulegt vegna dauða í ofskammti. Læknirinn hafi í raun séð sjúklingnum fyrir fíknilyfjum með sífellt hækkandi skömmum. Brotið gegn réttindum sjúklings Sérfræðingur í fíknilækningum og lyflækningum tjáði landlækni að meðferðin sem læknirinn hefði veitt væri sláandi, ófagleg og óviðeigandi. Meðferðin og þróun hennar væri ekki eðlileg eða í samræmi við viðurkenndar aðferðir. Heilbrigðisráðuneytið segir í úrskurði sínum að sýnt hafi verið fram á að ávísanir læknisins hafi verið óhæfilegar, bæði hvað varðar magn í heild sem og daglega skammtastærð. Sú hafi verið margföld á við daglega notkun einstaklinga í háskammta neyslu. Með ávísunum hafi læknirinn brotið gegn réttindi sjúklinga um að fá þjónustu miðað við ástand og horfur á hverjum tíma. Skilyrði hafi verið fyrir hendi til að svipta lækninn rétti til að ávísa sjúklingnum ópíóðalyfjum. Þá taldi ráðuneytið að ekki hefði verið nóg að áminna lækninn í þessu tilfelli. Meðferð málsins hefði ekki farið í bága við meðalhófsreglu og aðgerðin ekki of víðtæk. Embætti landlæknis hafi verið heimilt að svipta lækninn réttinum án undangenginnar áminningar. Var sviptingin því staðfest.
Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?