Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2023 20:00 Dagur B. Eggertsson segir stóran hluta skulda Reykjavíkurborgar vera óverðtryggð lán. Meðal annars þess vegna standi borgin betur en flest sveitarfélög varðandi vöxt skulda. Stöð 2/Arnar Borgarstjóri segir Reykjavik nú þegar búna að afla sér um 7 milljarða af þeim 21 milljarði sem áætlað væri að taka að láni í ár. Borgin væri með minni skuldir miðað við tekjur en nágrannasveitarfélögin og önnur stærstu sveitarfélög landsins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Reykjavík hratt vaxandi borg. Miklar framkvæmdir væru framundan í nýjum hverfum, viðhaldsátaki í skólum og fjölgun leikskólaplássa. „Því fylgja ákveðnir vaxtaverkir og við neitum því ekki að verðbólgan og staðan á markaði er þess vegna ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Dagur. Fjármálasviðið borgarinnar hafi því talið rétt að fresta skuldabréfaútboði í dag enda ekki þörf á frekari lántöku á þessum tímapunkti. Staða Reykjavíkur væri betri en allra annarra sveitarfélaga varðandi skuldir. Dagur B. Eggertsson segir stjórnvöld hér ólíkt stjórnvöldum víða annars staðar hafa gert sveitarfélögunum að skila tapi og auka skuldir í covid faraldrinum.Stöð 2/Arnar „Borgin hefur reyndar þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að við erum með umtalsverðan hluta af okkar lántöku í óverðtryggðu. Njótum þess núna þegar verðbólgan er svona mikil. Önnur sveitarfélög hafa ekki átt jafn góðra kosta völ á síðustu misserum. Þannig að við erum enn í raun í ágætis meðallánakjörum miðað við sögulegar tölur,“ segir borgarstjóri. Mestu skipti fyrir borgina eins og aðra að ná verðbólgunni niður. Rekstur borgarsjóðs væri ekki sjálfbær um þessar mundir frekar en rekstur annarra sveitarfélaga. Í faraldrinum hafi sveitarfélögum verið gefin þau skýru skilaboð frá stjórnvöldum að skila tapi og safna skuldum. „Það hafa þau öll gert og munu öll skila neikvæðri niðurstöðu fyrir síðasta ár. Þarna skilur Ísland sig frá öðrum Norðurlöndum. Raunar Evrópu og Bandaríkjunum líka, þar sem ríkissjóður stóðu mun betur bæði með borgum og sveitarfélögum. En íslenska leiðin var sú að sveitarfélögin tækju þetta á sig og þau eru öll hvert með sínum hætti að vinna sig út úr því,“ segir Dagur B. Eggertsson. Klippa: Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög Reykjavík Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Reykjavík hratt vaxandi borg. Miklar framkvæmdir væru framundan í nýjum hverfum, viðhaldsátaki í skólum og fjölgun leikskólaplássa. „Því fylgja ákveðnir vaxtaverkir og við neitum því ekki að verðbólgan og staðan á markaði er þess vegna ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Dagur. Fjármálasviðið borgarinnar hafi því talið rétt að fresta skuldabréfaútboði í dag enda ekki þörf á frekari lántöku á þessum tímapunkti. Staða Reykjavíkur væri betri en allra annarra sveitarfélaga varðandi skuldir. Dagur B. Eggertsson segir stjórnvöld hér ólíkt stjórnvöldum víða annars staðar hafa gert sveitarfélögunum að skila tapi og auka skuldir í covid faraldrinum.Stöð 2/Arnar „Borgin hefur reyndar þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að við erum með umtalsverðan hluta af okkar lántöku í óverðtryggðu. Njótum þess núna þegar verðbólgan er svona mikil. Önnur sveitarfélög hafa ekki átt jafn góðra kosta völ á síðustu misserum. Þannig að við erum enn í raun í ágætis meðallánakjörum miðað við sögulegar tölur,“ segir borgarstjóri. Mestu skipti fyrir borgina eins og aðra að ná verðbólgunni niður. Rekstur borgarsjóðs væri ekki sjálfbær um þessar mundir frekar en rekstur annarra sveitarfélaga. Í faraldrinum hafi sveitarfélögum verið gefin þau skýru skilaboð frá stjórnvöldum að skila tapi og safna skuldum. „Það hafa þau öll gert og munu öll skila neikvæðri niðurstöðu fyrir síðasta ár. Þarna skilur Ísland sig frá öðrum Norðurlöndum. Raunar Evrópu og Bandaríkjunum líka, þar sem ríkissjóður stóðu mun betur bæði með borgum og sveitarfélögum. En íslenska leiðin var sú að sveitarfélögin tækju þetta á sig og þau eru öll hvert með sínum hætti að vinna sig út úr því,“ segir Dagur B. Eggertsson. Klippa: Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44