Svarar líkamsgagnrýninni: „Ég leit út fyrir að vera heilbrigð en var það alls ekki“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. apríl 2023 15:05 Ariana Grande birti einlægt myndband á TikTok síðu sinni í gær. Getty/David Crotty Tónlistarkonan Ariana Grande talaði við aðdáendur sína á einlægum nótum í myndbandi sem hún birti á TikTok síðu sinni í gær. Þar svaraði hún þeim fjölmörgu athugasemdum sem hún hefur fengið á líkamlegt útlit sitt undanfarin misseri. „Mig langaði bara aðeins að tala við ykkur um áhyggjur ykkar af líkama mínum,“ segir hún í upphafi myndbandsins. „Ég veit að ég ætti ekki að þurfa útskýra þetta fyrir neinum en mér líður eins og það að vera opin og berskjölduð gæti skilað einhverju.“ Grande segist hafa fengið mikið af athugasemdum á líkama sinn undanfarið og netverjar hafa haft orð á því að söngkonan hafi grennst óhugnanlega mikið. Grande segist aftur á móti vera mun heilbrigðari nú en áður. „Sá líkami sem þið eruð búin að vera bera núverandi líkama minn við, er líkami minn í sinni óheilbrigðustu mynd. Ég var á sterkum þunglyndislyfjum og var að drekka ofan í þau og borða óhollt. Þá leit ég út fyrir að vera „heilbrigð“ að ykkar mati en ég var alls ekki heilbrigð,“ segir hún. View this post on Instagram A post shared by r.e.m.beauty (@r.e.m.beauty) Vitum aldrei hvað fólk er að ganga í gegnum Grande hvetur fylgjendur sína til þess að hætta að koma með athugasemdir sem snúa að líkamlegu útliti annarra, óháð því hvort þær athugasemdir séu jákvæðar eða neikvæðar. „Það eru til betri leiðir til þess að hrósa einhverjum.“ „Í fyrsta lagi getur heilbrigði litið mismunandi út. Í öðru lagi vitum við aldrei hvað fólk er að ganga í gegnum. Jafnvel þótt þú meinir vel þá er viðkomandi alveg örugglega að vinna í sínum málum með sínu stuðningsneti. Maður veit aldrei, svo verum góð við hvert annað.“ Myndbandið er þriggja mínútna langt og hafa rúmlega 54 milljónir manns horft á það á tæpum sólarhring. @arianagrande original sound - arianagrande TikTok Hollywood Heilsa Tengdar fréttir Ariana Grande gengin í það heilaga Söngkonan Ariana Grande giftist unnusta sínum, fasteignasalanum Dalton Gomez, um helgina. Athöfnin var lágstemmd og voru færri en tuttugu viðstaddir þegar söngkonan og Gomez gengu í það heilaga. 17. maí 2021 23:06 Ariana Grande í Hvíta húsinu Ariana Grande frumsýndi í gær tónlistarmyndband við nýjasta lag sitt, Positions. Myndbandið var frumsýnt stuttu eftir að kappræðum Donald Trumps og Joe Biden forsetaframbjóðenda lauk. 23. október 2020 21:52 Lady Gaga og Ariana Grande frumsýndu rennandi blautt myndband Tónlistarkonurnar Lady Gaga og Ariana Grande frumsýndu nýtt myndband við lagið Rain On Me um helgina. 25. maí 2020 13:31 Ariana sneri aftur til Manchester til að fagna fjölbreytileikanum Rúmlega tvö ár eru liðin frá því að hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp á tónleikum söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester þann 22. maí 2017. 26. ágúst 2019 08:41 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
„Mig langaði bara aðeins að tala við ykkur um áhyggjur ykkar af líkama mínum,“ segir hún í upphafi myndbandsins. „Ég veit að ég ætti ekki að þurfa útskýra þetta fyrir neinum en mér líður eins og það að vera opin og berskjölduð gæti skilað einhverju.“ Grande segist hafa fengið mikið af athugasemdum á líkama sinn undanfarið og netverjar hafa haft orð á því að söngkonan hafi grennst óhugnanlega mikið. Grande segist aftur á móti vera mun heilbrigðari nú en áður. „Sá líkami sem þið eruð búin að vera bera núverandi líkama minn við, er líkami minn í sinni óheilbrigðustu mynd. Ég var á sterkum þunglyndislyfjum og var að drekka ofan í þau og borða óhollt. Þá leit ég út fyrir að vera „heilbrigð“ að ykkar mati en ég var alls ekki heilbrigð,“ segir hún. View this post on Instagram A post shared by r.e.m.beauty (@r.e.m.beauty) Vitum aldrei hvað fólk er að ganga í gegnum Grande hvetur fylgjendur sína til þess að hætta að koma með athugasemdir sem snúa að líkamlegu útliti annarra, óháð því hvort þær athugasemdir séu jákvæðar eða neikvæðar. „Það eru til betri leiðir til þess að hrósa einhverjum.“ „Í fyrsta lagi getur heilbrigði litið mismunandi út. Í öðru lagi vitum við aldrei hvað fólk er að ganga í gegnum. Jafnvel þótt þú meinir vel þá er viðkomandi alveg örugglega að vinna í sínum málum með sínu stuðningsneti. Maður veit aldrei, svo verum góð við hvert annað.“ Myndbandið er þriggja mínútna langt og hafa rúmlega 54 milljónir manns horft á það á tæpum sólarhring. @arianagrande original sound - arianagrande
TikTok Hollywood Heilsa Tengdar fréttir Ariana Grande gengin í það heilaga Söngkonan Ariana Grande giftist unnusta sínum, fasteignasalanum Dalton Gomez, um helgina. Athöfnin var lágstemmd og voru færri en tuttugu viðstaddir þegar söngkonan og Gomez gengu í það heilaga. 17. maí 2021 23:06 Ariana Grande í Hvíta húsinu Ariana Grande frumsýndi í gær tónlistarmyndband við nýjasta lag sitt, Positions. Myndbandið var frumsýnt stuttu eftir að kappræðum Donald Trumps og Joe Biden forsetaframbjóðenda lauk. 23. október 2020 21:52 Lady Gaga og Ariana Grande frumsýndu rennandi blautt myndband Tónlistarkonurnar Lady Gaga og Ariana Grande frumsýndu nýtt myndband við lagið Rain On Me um helgina. 25. maí 2020 13:31 Ariana sneri aftur til Manchester til að fagna fjölbreytileikanum Rúmlega tvö ár eru liðin frá því að hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp á tónleikum söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester þann 22. maí 2017. 26. ágúst 2019 08:41 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Ariana Grande gengin í það heilaga Söngkonan Ariana Grande giftist unnusta sínum, fasteignasalanum Dalton Gomez, um helgina. Athöfnin var lágstemmd og voru færri en tuttugu viðstaddir þegar söngkonan og Gomez gengu í það heilaga. 17. maí 2021 23:06
Ariana Grande í Hvíta húsinu Ariana Grande frumsýndi í gær tónlistarmyndband við nýjasta lag sitt, Positions. Myndbandið var frumsýnt stuttu eftir að kappræðum Donald Trumps og Joe Biden forsetaframbjóðenda lauk. 23. október 2020 21:52
Lady Gaga og Ariana Grande frumsýndu rennandi blautt myndband Tónlistarkonurnar Lady Gaga og Ariana Grande frumsýndu nýtt myndband við lagið Rain On Me um helgina. 25. maí 2020 13:31
Ariana sneri aftur til Manchester til að fagna fjölbreytileikanum Rúmlega tvö ár eru liðin frá því að hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp á tónleikum söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester þann 22. maí 2017. 26. ágúst 2019 08:41