Lífið

Ariana Grande gengin í það heilaga

Sylvía Hall skrifar
Talsmaður söngkonunnar hefur staðfest að parið hafi gift sig.
Talsmaður söngkonunnar hefur staðfest að parið hafi gift sig. Getty/Bauer-Griffin

Söngkonan Ariana Grande giftist unnusta sínum, fasteignasalanum Dalton Gomez, um helgina. Athöfnin var lágstemmd og voru færri en tuttugu viðstaddir þegar söngkonan og Gomez gengu í það heilaga.

Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins en Grande greindi frá því í desember síðastliðnum að hún væri trúlofuð. Talsmaður söngkonunnar hefur staðfest að parið hafi gift sig og að athöfnin hafi verið „full af ást“, en hún var haldin á heimili Grande.

„Parið og fjölskyldur þeirra gætu ekki verið hamingjusamari.“

Orðrómur þess efnis að Grande og Gomez væru að hittast fór á kreik í febrúar á síðasta ári, en þau kynntust í gegnum sameiginlega vini.

Þetta er fyrsta hjónaband beggja, en Grande var áður trúlofuð leikaranum og grínistanum Pete Davidson. Þau slitu samvistum í október 2018.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.