Hóf þjálfaraferilinn í efstu deild á lygilegum sigri: „Er í þessu fyrir þessar tilfinningar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. apríl 2023 23:01 Ómar Ingi Guðmundsson hóf þjálfaraferilinn í efstu deild með látum. Vísir/Sigurjón Hann byrjaði þjálfaraferil sinn í efstu deild með lygilegum sigri gegn Íslandsmeisturunum og erkifjendunum. Ómar Ingi Guðmundsson fer af stað með látum í Bestu-deildinni. Nýliðar HK unnu ótrúlegan 4-3 sigur gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og varð allt vitlaust á Kópavogsvelli. Ómar Ingi tók við HK á síðasta tímabili og stýrði liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili, en hann hefur þjálfað hjá félaginu frá því að hann var 14 ára gamall. „Maður er í þessu fyrir þessar tilfinningar og það er frábær upplifun að ekki bara vinna ríkjandi Íslandsmeistara, heldur að vinna Blikana í Kópavogsslag á þeirra velli. Það er bara frábært,“ sagði Ómar í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hefur fylgt mörgum frá barnsaldri Ómar hefur í raun þjálfað marga í HK-liðinu frá því að þeir voru lítil börn. „Alla þá stráka sem að eru okkar strákar og uppaldir hjá okkur og eru í meistaraflokk núna hef ég farið með á Skagamótið og Orkumótið í Eyjum og allan þann pakka. Í raun alla nema Leif [Andra Leifsson], hann er það litlu yngri en ég. En ég þjálfaði hann eitthvað örlítið þegar ég var yngri en svo spilaði ég aðeins með honum líka.“ Geta unnið öll lið Hann segir að það hafi ekki endilega komið honum á óvart að HK hafi náð að vinna Blika í fyrsta leik á Íslandsmótinu. „Við fórum alltaf í þetta vitandi það að þetta eru bara allt öðruvísi leikir HK-Breiðablik heldur en bara venjulegir deildarleikir. Við vissum alveg að við gætum unnið,“ sagði Ómar. „Hvernig leikurinn síðan þróaðist og endaði er kannski ekki eins og við vorum búnir að teikna þetta upp.“ „Ég hef sagt það við þá sem hafa spurt að ég tel leikmannahópinn okkar alveg nógu sterkan til að fókusa ekki bara á það að reyna að enda í tíunda sæti. Við getum, eins og við sýndum í gær, ef að við mætum rétt innstilltir og menn leggja líf og sál í verkefnið þá getum við unnið öll þessi lið. En ef það er ekki til staðar þá getur það hins vegar farið í hina áttina líka. Þannig að þetta er rosalega mikið undir okkur komið hvernig við undirbúum okkur og hvernig við komum inn í leikina, en við getum unnið öll liðin í deildinni.“ „Það er mjög gott að ganga um Kópavoginn í dag. Auðvitað skiptir máli að fara að einbeita sér að næsta verkefni og vera bara svona temmilega montnir með okkur, en bera virðingu fyrir því að það eru fleiri verkefni framundan sem þarf að leggja mikla vinnu í.“ Besta deild karla HK Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Nýliðar HK unnu ótrúlegan 4-3 sigur gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og varð allt vitlaust á Kópavogsvelli. Ómar Ingi tók við HK á síðasta tímabili og stýrði liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili, en hann hefur þjálfað hjá félaginu frá því að hann var 14 ára gamall. „Maður er í þessu fyrir þessar tilfinningar og það er frábær upplifun að ekki bara vinna ríkjandi Íslandsmeistara, heldur að vinna Blikana í Kópavogsslag á þeirra velli. Það er bara frábært,“ sagði Ómar í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hefur fylgt mörgum frá barnsaldri Ómar hefur í raun þjálfað marga í HK-liðinu frá því að þeir voru lítil börn. „Alla þá stráka sem að eru okkar strákar og uppaldir hjá okkur og eru í meistaraflokk núna hef ég farið með á Skagamótið og Orkumótið í Eyjum og allan þann pakka. Í raun alla nema Leif [Andra Leifsson], hann er það litlu yngri en ég. En ég þjálfaði hann eitthvað örlítið þegar ég var yngri en svo spilaði ég aðeins með honum líka.“ Geta unnið öll lið Hann segir að það hafi ekki endilega komið honum á óvart að HK hafi náð að vinna Blika í fyrsta leik á Íslandsmótinu. „Við fórum alltaf í þetta vitandi það að þetta eru bara allt öðruvísi leikir HK-Breiðablik heldur en bara venjulegir deildarleikir. Við vissum alveg að við gætum unnið,“ sagði Ómar. „Hvernig leikurinn síðan þróaðist og endaði er kannski ekki eins og við vorum búnir að teikna þetta upp.“ „Ég hef sagt það við þá sem hafa spurt að ég tel leikmannahópinn okkar alveg nógu sterkan til að fókusa ekki bara á það að reyna að enda í tíunda sæti. Við getum, eins og við sýndum í gær, ef að við mætum rétt innstilltir og menn leggja líf og sál í verkefnið þá getum við unnið öll þessi lið. En ef það er ekki til staðar þá getur það hins vegar farið í hina áttina líka. Þannig að þetta er rosalega mikið undir okkur komið hvernig við undirbúum okkur og hvernig við komum inn í leikina, en við getum unnið öll liðin í deildinni.“ „Það er mjög gott að ganga um Kópavoginn í dag. Auðvitað skiptir máli að fara að einbeita sér að næsta verkefni og vera bara svona temmilega montnir með okkur, en bera virðingu fyrir því að það eru fleiri verkefni framundan sem þarf að leggja mikla vinnu í.“
Besta deild karla HK Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira