Stofnandi Mandi dæmdur fyrir líkamsárás Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2023 16:42 Hlal Jarah er stofnandi sýrlenska veitingarstaðarins Mandí. Vísir/Stöð 2 Hlal Jarah, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Mandi, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á öðrum degi jóla 2020 þar sem hann veittist að konu, sló hana í höfuðið og sparkaði í maga hennar. Honum ber að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað málsins sem nemur rúmum 2,2 milljónum króna. Kefsan Fatehi, íranskur meistaranemi við Háskóla Íslands, fór í viðtal við Heimildina í nóvember síðastliðnum þar sem hún greindi fyrst frá árásinni af hendi Hlal. Dómur í málinu féll þann 28. mars síðastliðinn og birtist á vef Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Sló hana, sparkaði í hana og hrinti niður tröppur Í verknaðarlýsingu ákærunnar er því lýst hvernig Hlal hafi veist að Kefsan með ofbeldi, „hrint henni svo hún féll á vegg og þrýst henni upp að veggnum, slegið hana með handleggnum í andlitið, rifið í hár hennar, sparkað í neðri hluta líkama hennar og búk og hrint henni niður tröppur svo hún féll á stétt, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut tognun á kjálkalið, hálshrygg og öxl, mar á andliti, brjóstkassa, kviðvegg og fótlegg, tognun á vinstri baugfingri og ökkla og eyrnasuð.“ Þá segir í dómnum að trúverðugur framburður brotaþola með stuðningi af myndbandsupptöku sé lögfull sönnun þess að ákærði hafi beitt hana ofbeldi. Framburður hins ákærða hafi hins vegar verið óstöðugur, hann hafi ekki greint frá ákveðnum atburðum sem áttu sér stað og ekki gefið skýringar á því sem sást í myndbandsupptökum. Refsing Hlal er 30 daga skilorðsbundið fangelsi en við ákvörðunina var litið til þess að hann hafi ekki verið fundinn sekur um refsiverðan verknað áður. Til þyngingar sé horft til þess að hann veittist að brotaþola án tilefnis. Fullnustu refsingarinnar er frestað og hún falli niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dómsins, haldi hinn ákærði almennt skilorð. Þá segir að brotaþoli eigi rétt á miskabótum sem nema 400 þúsund krónum frá hinum ákærða og er honum einnig gert að greiða allan málskostnað sem nemur rúmum 2,2 milljónum króna. Brást illa við þegar hún kallaði hann „son of a bitch“ Líkamsárásin átti sér stað í Veltusundi 3b í Reykjavík þann 26. desember þar sem Hlal starfrækti hótel og leigði brotaþola út herbergi. Í dómnum kemur fram að lögreglunni hafi borist tilkynning um líkamsárás. Þegar lögregluþjónar komu á staðinn hafi Kefsan „verið í miklu uppnámi, grátið og tjáð þeim að eigandi hótelsins“ hafi beitt hana ofbeldi. Hún kvaðst finna til verkja í „höfði, vinstri vanga, neðarlega í baki, í hægri fæti fyrir neðan hné og í vinstra læri.“ Þá hafi mar verið sjáanlegt á vinstra læri. Hlal hafi í kjölfarið verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum daginn eftir. Við skýrslutöku lýsti hann því yfir að hann hafi brugðist illa við þegar Kefsan hrækti á hann og smánaði móður hans þegar hún kallaði hann „son of a bitch“. Í kjölfarið sagðist hann hafa gripið í hana, ýtt henni út úr húsinu og hún dottið vegna hálku. Hann bar fyrir sig að allt hefði gerst hratt og hann myndi ekki atvik nákvæmlega. Því vísaði hann til upptöku eftirlitsmyndavéla. Við rannsókn málsins var lagt hald á upptökurnar en í dómnum segir að þó þær séu hljóðlausar séu gæði efnisins mjög góð. Í miklu áfalli og marin um allan líkamann Vottorð bráðalæknis frá kvöldinu sem árásin átti sér stað liggur fyrir. Þar segir að brotaþoli hafi verið í miklu áfalli og hafi grátið töluvert þegar hún greindi frá og var skoðuð. Við skoðun reyndist hún vera aum víðs vegar um líkamann, „marin á úlnlið, yfir rassvöðva hægra megin og vinstri ökkla.“ Vakthafandi læknir hjá háls-, nef- og eyrnadeild gaf brotaþola tíma á göngudeild til frekari skoðunar. Þá segir að greiningar læknis séu „mar á andliti, brjóstkassa, kviðvegg og fótlegg, tognun á kjálkaliðum, hálshrygg, öxl, vinstri baugfingri og ökkla og eyrnasuð.“ Kefsan gaf skýrslu hjá lögreglu tveimur dögum eftir atvikið, 28. desember. Þar lýsti hún samskiptum sínum við hinn ákærða í aðdraganda atviksins og atvikinu sjálfu. Hún kveðst hafa verið utandyra þegar leigusali hennar kom gangandi til hennar, hrækti á hana og kallaði hana „bitch“. Hún hafi svarað fyrir sig og við það hafi hann reiðst. Hún reyndi þá að fara inn og loka dyrunum en hann hafi þvingað hana út og hrint henni svo hún datt aftur fyrir sig. Meðal gagna sem voru lögð fyrir dóminn er sálfræðilegt mat sálfræðings sem hafði brotaþola til meðferðar. Fram kemur í vottorðinu að brotaþoli hafi þjáðst af áfallstreituröskun í kjölfar árásarinnar. Segir hana hafa skipulagt atburðinn og runnið í hálku Í skýrslum fyrir dómi sagði Hlal að Kefsan hefði leigt herbergi hjá honum, hann hefði hjálpað henni með húsnæði en hún hafi ílengst og hann viljað að hún fyndi sér annan dvalarstað. Hann kannaðist ekki við verknaðarlýsingu ákærunnar og segist aðeins hafa „tekið í brotaþola og ýtt henni út.“ Þá taldi hann hana hafa skipulagt atvikið og það hafi einungis verið óhapp að hún rann í hálkunni. Kefsan segir aðra sögu af atvikinu. Hlal hafi átt upptökin að því, hrækt á sig og kallað hana tík. Hún hafi svarað fyrir sig og sagt að móðir hans væri tík. Síðan hafi hann komið hlaupandi til hennar, gripið í hana og togað hana niður af þrepinu við anddyri hússins. Hann hafi síðan ráðist á hana með þeim hætti sem er lýst í verknaðarlýsingu ákærunnar. Hún hafi í kjölfarið leitað eftir aðstoð á veitingastað við hlið hússins og starfsmaður þar hafi komið í veg fyrir að Hlal gæti ráðist frekar á hana. Framburður hennar stöðugur en ekki hans Í dómnum kemur fram að framburður brotaþola hafi frá upphafi verið stöðugur í öllum meginatriðum og frásögn hennar fyrir dómi verið trúverðug og sé studd af myndbandsupptöku. Slík gögn hafi ríkt sönnunargildi og byggi verknaðarlýsing í ákæru fyrst og fremst á henni. Framburður ákærða hafi á hinn bóginn verið óheildstæður og hann ekki getað gefið skýringar á því sem sást á myndbandsupptöku sem spiluð var í dóminum. Dómurinn metur framburð hans ósannfærandi í heild og til þess fallinn að rýra trúverðugleika hans. Refsing hins ákærða er 30 daga fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hinn ákærði hafi ekki verið fundinn sekur um refsiverðan verknað áður. Til þyngingar sé horft til þess að hinn ákærði veittist að brotaþola án tilefnis. Fullnustu refsingarinnar er frestað og hún falli niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dómsins, haldi hinn ákærði almennt skilorð. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Kefsan Fatehi, íranskur meistaranemi við Háskóla Íslands, fór í viðtal við Heimildina í nóvember síðastliðnum þar sem hún greindi fyrst frá árásinni af hendi Hlal. Dómur í málinu féll þann 28. mars síðastliðinn og birtist á vef Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Sló hana, sparkaði í hana og hrinti niður tröppur Í verknaðarlýsingu ákærunnar er því lýst hvernig Hlal hafi veist að Kefsan með ofbeldi, „hrint henni svo hún féll á vegg og þrýst henni upp að veggnum, slegið hana með handleggnum í andlitið, rifið í hár hennar, sparkað í neðri hluta líkama hennar og búk og hrint henni niður tröppur svo hún féll á stétt, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut tognun á kjálkalið, hálshrygg og öxl, mar á andliti, brjóstkassa, kviðvegg og fótlegg, tognun á vinstri baugfingri og ökkla og eyrnasuð.“ Þá segir í dómnum að trúverðugur framburður brotaþola með stuðningi af myndbandsupptöku sé lögfull sönnun þess að ákærði hafi beitt hana ofbeldi. Framburður hins ákærða hafi hins vegar verið óstöðugur, hann hafi ekki greint frá ákveðnum atburðum sem áttu sér stað og ekki gefið skýringar á því sem sást í myndbandsupptökum. Refsing Hlal er 30 daga skilorðsbundið fangelsi en við ákvörðunina var litið til þess að hann hafi ekki verið fundinn sekur um refsiverðan verknað áður. Til þyngingar sé horft til þess að hann veittist að brotaþola án tilefnis. Fullnustu refsingarinnar er frestað og hún falli niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dómsins, haldi hinn ákærði almennt skilorð. Þá segir að brotaþoli eigi rétt á miskabótum sem nema 400 þúsund krónum frá hinum ákærða og er honum einnig gert að greiða allan málskostnað sem nemur rúmum 2,2 milljónum króna. Brást illa við þegar hún kallaði hann „son of a bitch“ Líkamsárásin átti sér stað í Veltusundi 3b í Reykjavík þann 26. desember þar sem Hlal starfrækti hótel og leigði brotaþola út herbergi. Í dómnum kemur fram að lögreglunni hafi borist tilkynning um líkamsárás. Þegar lögregluþjónar komu á staðinn hafi Kefsan „verið í miklu uppnámi, grátið og tjáð þeim að eigandi hótelsins“ hafi beitt hana ofbeldi. Hún kvaðst finna til verkja í „höfði, vinstri vanga, neðarlega í baki, í hægri fæti fyrir neðan hné og í vinstra læri.“ Þá hafi mar verið sjáanlegt á vinstra læri. Hlal hafi í kjölfarið verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum daginn eftir. Við skýrslutöku lýsti hann því yfir að hann hafi brugðist illa við þegar Kefsan hrækti á hann og smánaði móður hans þegar hún kallaði hann „son of a bitch“. Í kjölfarið sagðist hann hafa gripið í hana, ýtt henni út úr húsinu og hún dottið vegna hálku. Hann bar fyrir sig að allt hefði gerst hratt og hann myndi ekki atvik nákvæmlega. Því vísaði hann til upptöku eftirlitsmyndavéla. Við rannsókn málsins var lagt hald á upptökurnar en í dómnum segir að þó þær séu hljóðlausar séu gæði efnisins mjög góð. Í miklu áfalli og marin um allan líkamann Vottorð bráðalæknis frá kvöldinu sem árásin átti sér stað liggur fyrir. Þar segir að brotaþoli hafi verið í miklu áfalli og hafi grátið töluvert þegar hún greindi frá og var skoðuð. Við skoðun reyndist hún vera aum víðs vegar um líkamann, „marin á úlnlið, yfir rassvöðva hægra megin og vinstri ökkla.“ Vakthafandi læknir hjá háls-, nef- og eyrnadeild gaf brotaþola tíma á göngudeild til frekari skoðunar. Þá segir að greiningar læknis séu „mar á andliti, brjóstkassa, kviðvegg og fótlegg, tognun á kjálkaliðum, hálshrygg, öxl, vinstri baugfingri og ökkla og eyrnasuð.“ Kefsan gaf skýrslu hjá lögreglu tveimur dögum eftir atvikið, 28. desember. Þar lýsti hún samskiptum sínum við hinn ákærða í aðdraganda atviksins og atvikinu sjálfu. Hún kveðst hafa verið utandyra þegar leigusali hennar kom gangandi til hennar, hrækti á hana og kallaði hana „bitch“. Hún hafi svarað fyrir sig og við það hafi hann reiðst. Hún reyndi þá að fara inn og loka dyrunum en hann hafi þvingað hana út og hrint henni svo hún datt aftur fyrir sig. Meðal gagna sem voru lögð fyrir dóminn er sálfræðilegt mat sálfræðings sem hafði brotaþola til meðferðar. Fram kemur í vottorðinu að brotaþoli hafi þjáðst af áfallstreituröskun í kjölfar árásarinnar. Segir hana hafa skipulagt atburðinn og runnið í hálku Í skýrslum fyrir dómi sagði Hlal að Kefsan hefði leigt herbergi hjá honum, hann hefði hjálpað henni með húsnæði en hún hafi ílengst og hann viljað að hún fyndi sér annan dvalarstað. Hann kannaðist ekki við verknaðarlýsingu ákærunnar og segist aðeins hafa „tekið í brotaþola og ýtt henni út.“ Þá taldi hann hana hafa skipulagt atvikið og það hafi einungis verið óhapp að hún rann í hálkunni. Kefsan segir aðra sögu af atvikinu. Hlal hafi átt upptökin að því, hrækt á sig og kallað hana tík. Hún hafi svarað fyrir sig og sagt að móðir hans væri tík. Síðan hafi hann komið hlaupandi til hennar, gripið í hana og togað hana niður af þrepinu við anddyri hússins. Hann hafi síðan ráðist á hana með þeim hætti sem er lýst í verknaðarlýsingu ákærunnar. Hún hafi í kjölfarið leitað eftir aðstoð á veitingastað við hlið hússins og starfsmaður þar hafi komið í veg fyrir að Hlal gæti ráðist frekar á hana. Framburður hennar stöðugur en ekki hans Í dómnum kemur fram að framburður brotaþola hafi frá upphafi verið stöðugur í öllum meginatriðum og frásögn hennar fyrir dómi verið trúverðug og sé studd af myndbandsupptöku. Slík gögn hafi ríkt sönnunargildi og byggi verknaðarlýsing í ákæru fyrst og fremst á henni. Framburður ákærða hafi á hinn bóginn verið óheildstæður og hann ekki getað gefið skýringar á því sem sást á myndbandsupptöku sem spiluð var í dóminum. Dómurinn metur framburð hans ósannfærandi í heild og til þess fallinn að rýra trúverðugleika hans. Refsing hins ákærða er 30 daga fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hinn ákærði hafi ekki verið fundinn sekur um refsiverðan verknað áður. Til þyngingar sé horft til þess að hinn ákærði veittist að brotaþola án tilefnis. Fullnustu refsingarinnar er frestað og hún falli niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dómsins, haldi hinn ákærði almennt skilorð.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira