Fjölskyldunni hótað lífláti eftir að hann sakaði Valverde um árás Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 08:30 Federico Valverde og Alex Baena í baráttu um boltann í Madrid á laugardaginn. Valverde er sakaður um að hafa ráðist á Baena eftir leikinn. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Knattspyrnumaðurinn Alex Baena, hinn 21 árs gamli leikmaður Villarreal, hefur kært Federico Valverde hjá Real Madrid til lögreglu og sakað hann um árás eftir 3-2 sigur Villarreal gegn Real í spænsku 1. deildinni í fótbolta á laugardag. Í yfirlýsingu frá Villarreal segir að ráðist hafi verið á Baena á leið hans að liðsrútunni eftir leikinn, og hafa spænskir miðlar greint frá því að leikmaðurinn sem réðist á Baena sé Valverde. Baena segir að það sem sé hins vegar enn verra sé að sér og fjölskyldu sinni hafi verið hótað öllu illu vegna ósanninda um ástæður þess að Valverde réðst á hann. „Á laugardaginn réðist kollegi minn úr starfsgreininni á mig eftir að leiknum við Real Madrid lauk,“ sagði Baena í gær en nefndi Valverde ekki á nafn. Segir Valverde ljúga og nýta sér ógæfu til að réttlæta ofbeldið „Eftir að þetta gerðist hefur verið fjallað um ummæli, væntanlega frá hans fólki, þess efnis að ég hafi óskað fjölskyldu hans skaða. Síðan þá hefur ekkert verið lagt fram til að sanna þessar ásakanir, enda væri það ekki hægt,“ sagði Baena. Valverde og kona hans Mina Bonino óttuðust að þau hefðu misst barn sitt þegar Bonino var ólétt en svo kom í ljós að barninu heilsaðist vel. Bonino sagði frá þessu í viðtali í febrúar og samkvæmt sumum miðlum á Spáni vísaði Baena í þetta þegar hann talaði til Valverde í leiknum á laugardaginn. Baena segir það hreinar lygar – lygar sem hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Þeir nýttu sér ógæfu til að réttlæta árásina, og svona lygar særa meira en nokkurt högg. Skaðinn sem þetta hefur valdið fjölskyldu minni er óafturkræfur og óréttlætanlegur. Þetta hafa verið hótanir, móðganir og jafnvel einkaskilaboð þar sem fjölskyldu minni er hótað lífláti. Við höfum farið með málið til lögreglu og bíðum nú þess að réttlætið sigri,“ sagði Baena. Real Madrid tapaði leiknum 3-2 og er nú þrettán stigum á eftir Barcelona í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Villarreal er hins vegar í 5. sæti með 47 stig, fjórum stigum á eftir næsta liði sem er Real Sociedad. Spænski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Villarreal segir að ráðist hafi verið á Baena á leið hans að liðsrútunni eftir leikinn, og hafa spænskir miðlar greint frá því að leikmaðurinn sem réðist á Baena sé Valverde. Baena segir að það sem sé hins vegar enn verra sé að sér og fjölskyldu sinni hafi verið hótað öllu illu vegna ósanninda um ástæður þess að Valverde réðst á hann. „Á laugardaginn réðist kollegi minn úr starfsgreininni á mig eftir að leiknum við Real Madrid lauk,“ sagði Baena í gær en nefndi Valverde ekki á nafn. Segir Valverde ljúga og nýta sér ógæfu til að réttlæta ofbeldið „Eftir að þetta gerðist hefur verið fjallað um ummæli, væntanlega frá hans fólki, þess efnis að ég hafi óskað fjölskyldu hans skaða. Síðan þá hefur ekkert verið lagt fram til að sanna þessar ásakanir, enda væri það ekki hægt,“ sagði Baena. Valverde og kona hans Mina Bonino óttuðust að þau hefðu misst barn sitt þegar Bonino var ólétt en svo kom í ljós að barninu heilsaðist vel. Bonino sagði frá þessu í viðtali í febrúar og samkvæmt sumum miðlum á Spáni vísaði Baena í þetta þegar hann talaði til Valverde í leiknum á laugardaginn. Baena segir það hreinar lygar – lygar sem hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Þeir nýttu sér ógæfu til að réttlæta árásina, og svona lygar særa meira en nokkurt högg. Skaðinn sem þetta hefur valdið fjölskyldu minni er óafturkræfur og óréttlætanlegur. Þetta hafa verið hótanir, móðganir og jafnvel einkaskilaboð þar sem fjölskyldu minni er hótað lífláti. Við höfum farið með málið til lögreglu og bíðum nú þess að réttlætið sigri,“ sagði Baena. Real Madrid tapaði leiknum 3-2 og er nú þrettán stigum á eftir Barcelona í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Villarreal er hins vegar í 5. sæti með 47 stig, fjórum stigum á eftir næsta liði sem er Real Sociedad.
Spænski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira