Eiga ekki pening fyrir öllu skólaárinu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 11:30 Tæplega 1.400 manns hafa skrifað undir áskorun til menntamálaráðherra að jafna stöðu listdansnáms. Arnar Halldórsson Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað. „Ég velti því fyrir mér hvort áhuga og metnaðarleysið sé af því að þetta eru aðallega stúlkur,“ segir Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands og stjórnarmaður í Félagi íslenskra listdansara. Tæplega 1.400 manns hafa skrifað undir áskorunina. „Við undirrituð skorum á háttvirtan mennta- og barnamálaráðherra að koma á réttmætum stuðningi við starfsemi listdansskóla vegna kennslu grunnnáms í listdansi. Mikið misræmi og ójafnræði ríkir í fjárúthlutunum ríkis og sveitarfélaga til listnáms og er aðstöðumunur listgreina mjög mikill er kemur að starfsumhverfi og aðbúnaði,“ segir við áskorunina. Einum ríkisskóla lokað en annar opnaður Árið 2006 var Listdansskóli Íslands tekinn af fjárlögum og námið gefið frjálst. Markaðurinn átti að sjá um greinina en löggjöf um fjármögnun var aldrei kláruð. Til stóð að skrifuð yrði sams konar lagaumgjörð og við tónlist. Síðan eru liðin 17 ár og 6 menntamálaráðherrar hafa setið á stóli. „Það er ekki verið að sinna einni grein en annarri er sinnt mjög vel,“ segir Guðmundur. Augljóst sé að verið sé að mismuna nemendum eftir greinum. Ráðamenn setji tíma og fjármuni í að setja lög um tónlistarskóla. Eftir að ríkisskóli í listdansi var lagður niður hafi svo ríkisskóli í tónlist, það er MÍT, verið settur á fót. Vilja ekki elítunám „Við eigum ekki pening fyrir öllu skólaárinu,“ segir Guðmundur um stöðu Listdansskóla Íslands sem er í dag sjálfseignarstofnun. „Menntamálaráðuneytið segist ætla að draga okkur að landi núna en svo er óvissa með næsta vetur. Við erum enn þá að bíða. Við áttum að fá svör í lok mars en nú er kominn apríl,“ segir hann. Guðmundur segir að frá ráðuneytinu hafi komið athugasemdir um að hækka skólagjöldin til að mæta fjármögnunarþörfinni. „Þá værum við komin með eitthvað elítunám sem aðeins efnað fólk hefur efni á,“ segir hann. „Það er ekki það sem við viljum. Hæfileikar liggja víða og börn eiga að fá að rækta þá. Efnahagur foreldra á að ekki að spila stórt hlutverk þar.“ Dans Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30 Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Ég velti því fyrir mér hvort áhuga og metnaðarleysið sé af því að þetta eru aðallega stúlkur,“ segir Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands og stjórnarmaður í Félagi íslenskra listdansara. Tæplega 1.400 manns hafa skrifað undir áskorunina. „Við undirrituð skorum á háttvirtan mennta- og barnamálaráðherra að koma á réttmætum stuðningi við starfsemi listdansskóla vegna kennslu grunnnáms í listdansi. Mikið misræmi og ójafnræði ríkir í fjárúthlutunum ríkis og sveitarfélaga til listnáms og er aðstöðumunur listgreina mjög mikill er kemur að starfsumhverfi og aðbúnaði,“ segir við áskorunina. Einum ríkisskóla lokað en annar opnaður Árið 2006 var Listdansskóli Íslands tekinn af fjárlögum og námið gefið frjálst. Markaðurinn átti að sjá um greinina en löggjöf um fjármögnun var aldrei kláruð. Til stóð að skrifuð yrði sams konar lagaumgjörð og við tónlist. Síðan eru liðin 17 ár og 6 menntamálaráðherrar hafa setið á stóli. „Það er ekki verið að sinna einni grein en annarri er sinnt mjög vel,“ segir Guðmundur. Augljóst sé að verið sé að mismuna nemendum eftir greinum. Ráðamenn setji tíma og fjármuni í að setja lög um tónlistarskóla. Eftir að ríkisskóli í listdansi var lagður niður hafi svo ríkisskóli í tónlist, það er MÍT, verið settur á fót. Vilja ekki elítunám „Við eigum ekki pening fyrir öllu skólaárinu,“ segir Guðmundur um stöðu Listdansskóla Íslands sem er í dag sjálfseignarstofnun. „Menntamálaráðuneytið segist ætla að draga okkur að landi núna en svo er óvissa með næsta vetur. Við erum enn þá að bíða. Við áttum að fá svör í lok mars en nú er kominn apríl,“ segir hann. Guðmundur segir að frá ráðuneytinu hafi komið athugasemdir um að hækka skólagjöldin til að mæta fjármögnunarþörfinni. „Þá værum við komin með eitthvað elítunám sem aðeins efnað fólk hefur efni á,“ segir hann. „Það er ekki það sem við viljum. Hæfileikar liggja víða og börn eiga að fá að rækta þá. Efnahagur foreldra á að ekki að spila stórt hlutverk þar.“
Dans Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30 Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30
Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41