Spennandi að fylgjast með þróun bóluefna gegn krabbameini Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 8. apríl 2023 15:46 Ólöf vill sjá meira fé varið í rannsóknir. Vísir/Vilhelm Íslenskur krabbameinslæknir segir fréttir um að bóluefni við krabbameini gætu litið dagsins ljós innan fárra ára vera spennandi. Sagan sýni þó að rannsóknir taki oftast lengri tíma en áætlað er. Haft er eftir Paul Burton yfirlækni lyfjafyrirtækisins Moderna, sem vann að þróun mRNA bóluefnis við Covid, að hægt verði að veita vörn gegn krabbameini, hjartveiki, lungnasjúkdómum og fjölda annarra sjúkdóma. Jafnvel innan næstu fimm ára. Hann segir að með tækninni verði hægt taka vefjasýni úr æxli krabbameinssjúklings og sérsníða í framhaldinu mRNA bóluefni fyrir þann sama sjúkling. Ólöf Kristjana Bjarnadóttir, krabbameinslæknir á landsspítalanum segir bóluefnin spennandi en slíkar rannsóknir taki tíma. „Það hefur verið mikill áhugi meðal krabbameinslækna að geta nýtt bóluefni betur og meira í meðferð við krabbameini. En það er svona á frumstigi, en mjög spennandi. “ Mikil framþróun sé í krabbameinslækningum. „Það er mikil framþróun í krabbameinslækningum. Ónæmisörvandi meðferð sem við höfum beitt gegn krabbameinum hefur breytt landslaginu. Margir lifa lengur og læknast af slíkum sjúkdómum. Þar er um þessa ónæmisörvandi meðferð að ræða. Þá reynum við að fá ónæmisfrumurnar til þess að ráðast á krabbameinsfrumurnar líka.“ Tíðni krabbbameina mun aukast. „Nýlega kom út spá um tíðni krabbameina almennt og á Íslandi mun tíðnin aukast mjög mikið. Það útskýrist af hækkandi aldri því þetta er sjúkdómur sem venjulega eldra fólk fær þó að fólk geti fengið krabbamein á öllum aldri.“ Er nógu miklu fé varið í rannsóknir? „Aldeilis ekki, það er eitthvað sem þarf að gera. Sérstaklega þarf að auka við hér heima en þessu er mikið sinnt erlendis. Ef það er eitthvað sem maður saknar hér heima er að það séu ekki byggðir upp innviðir.“ Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Haft er eftir Paul Burton yfirlækni lyfjafyrirtækisins Moderna, sem vann að þróun mRNA bóluefnis við Covid, að hægt verði að veita vörn gegn krabbameini, hjartveiki, lungnasjúkdómum og fjölda annarra sjúkdóma. Jafnvel innan næstu fimm ára. Hann segir að með tækninni verði hægt taka vefjasýni úr æxli krabbameinssjúklings og sérsníða í framhaldinu mRNA bóluefni fyrir þann sama sjúkling. Ólöf Kristjana Bjarnadóttir, krabbameinslæknir á landsspítalanum segir bóluefnin spennandi en slíkar rannsóknir taki tíma. „Það hefur verið mikill áhugi meðal krabbameinslækna að geta nýtt bóluefni betur og meira í meðferð við krabbameini. En það er svona á frumstigi, en mjög spennandi. “ Mikil framþróun sé í krabbameinslækningum. „Það er mikil framþróun í krabbameinslækningum. Ónæmisörvandi meðferð sem við höfum beitt gegn krabbameinum hefur breytt landslaginu. Margir lifa lengur og læknast af slíkum sjúkdómum. Þar er um þessa ónæmisörvandi meðferð að ræða. Þá reynum við að fá ónæmisfrumurnar til þess að ráðast á krabbameinsfrumurnar líka.“ Tíðni krabbbameina mun aukast. „Nýlega kom út spá um tíðni krabbameina almennt og á Íslandi mun tíðnin aukast mjög mikið. Það útskýrist af hækkandi aldri því þetta er sjúkdómur sem venjulega eldra fólk fær þó að fólk geti fengið krabbamein á öllum aldri.“ Er nógu miklu fé varið í rannsóknir? „Aldeilis ekki, það er eitthvað sem þarf að gera. Sérstaklega þarf að auka við hér heima en þessu er mikið sinnt erlendis. Ef það er eitthvað sem maður saknar hér heima er að það séu ekki byggðir upp innviðir.“
Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira