Innlent

1,2 milljón krónur safnast í söfnun Eddu á Karolina Fund

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Edda segir að 2,5 milljónir þurfi að safnast til að standa undir kostnaði.
Edda segir að 2,5 milljónir þurfi að safnast til að standa undir kostnaði. Vísir/Vilhelm

Alls hafa nú safnast 1,2 milljón krónur í söfnun sem hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak stendur fyrir á Karolina Fund en markið er sett á 1,5 milljón krónur.

Þrettán dagar eru eftir af söfnuninni en 42 einstaklingar hafa þegar lagt henni lið.

Yfirlýst markmið söfnunarinnar er að gera Eddu kleyft að áfrýja nýföllnum dómi þar sem henni var gert að greiða móður viðmælanda  miskabætur og málskostnað vegna hljóðbrota sem spiluð voru í hlaðvarpsþættinum Eigin konur, þar sem dóttir konunnar greindi frá ofbeldi móðurinnar.

Á Karolina Fund segir í texta að mikilvægt sé að það náist að safna 2,5 milljónum til að standa undir kostnaði en markið í söfnuninni er hins vegar aðeins 10 þúsund evrur, rúm 1,5 milljón króna.

„Móðirin vann málið og eins og við túlkum það fær hún í kjölfarið miskabætur fyrir „skaðann“ sem hún hefur orðið fyrir á einkalífi sínu eftir að upptakan, sem dóttir hennar færði fram til að sanna að hún hefði verið beitt andlegu ofbeldi, var spiluð,“ segir á Karolina Fund. 

„Íslenskt réttarkerfi er sannarlega dæmi um það hvernig sannleikurinn getur verið skrýtnari en skáldskapur. Nú spyrjum við, hver er réttur uppkomins barnsins? Hvað um skaðann sem hún varð fyrir í kjölfarið af því sem fór fram á upptökunni? Er raunverulega hægt að segja að réttlætið hafi náð fram að ganga?“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×