Sex skemmtistöðum lokað tímabundið í nótt vegna réttindalausra dyravarða Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2023 07:40 Föstudagskvöldið hefur eflaust verið sérstaklega langt fyrir marga enda föstudagurinn langi í gær. Vísir/Vilhelm Nokkur erill var á lögreglunni í nótt. Meðal þeirra verkefna sem lögreglan sinnti var eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en þar kom í ljós að fjöldi réttindalausra dyravarða var að störfum. Einnig var aðstoðar lögreglu óskað vegna líkamsárásar í vesturbænum. Þá gerðist fjöldi ökumanna sekir um akstursbrot vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í vesturbænum var lögreglan kölluð til vegna líkamsárásar og eignaspjalla rúmlega tíu í gærkvöldi. Frá tíu til eitt sinnti lögreglan eftirliti með samkomustöðum í miðborg Reykjavíkur. Þar kom í ljós að réttindalausir dyraverðir voru við störf á sex stöðum. Þeim var gert að hætta störfum á meðan vaktstjórar útveguðu dyraverði með réttindi í staðinn. Málin eru rannsökuð sem brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og eiga staðirnir og ábyrgðarmenn þeirra yfir höfði sér sekt vegna þessa. Laust fyrir þrjú voru tveir aðilar kærðir fyrir að kasta af sér þvagi á almannafæri í miðbænum. Það hefur verið dýrt piss. Ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum eða akandi réttindalausir Víða um höfuðborgarsvæðið voru ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum eða þá sektaðir vegna annarra brota. Skömmu fyrir fjögur í nótt var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í Bústaðahverfi. Fyrr um kvöldið höfðu tveir ökumenn verið handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna, annar í miðbæ Kópavogs og hinn í Fellahverfinu í Breiðholti. Allir þrír voru látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Ökumenn voru einnig sektaðir vegna annarra brota. Tveir ökumenn voru sektaðir fyrir að aka bifreið sviptir ökuréttindum, annar um kvöldmatarleytið í Hafnarfirði og hinn um þrjúleytið í nótt í Grafarvoginum. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að aka með of marga farþega og voru börn ekki í viðeigandi öryggisbúnaði þar. Að sögn lögreglu verður málið tilkynnt til barnaverndarnefndar. Reykjavík Lögreglumál Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í vesturbænum var lögreglan kölluð til vegna líkamsárásar og eignaspjalla rúmlega tíu í gærkvöldi. Frá tíu til eitt sinnti lögreglan eftirliti með samkomustöðum í miðborg Reykjavíkur. Þar kom í ljós að réttindalausir dyraverðir voru við störf á sex stöðum. Þeim var gert að hætta störfum á meðan vaktstjórar útveguðu dyraverði með réttindi í staðinn. Málin eru rannsökuð sem brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og eiga staðirnir og ábyrgðarmenn þeirra yfir höfði sér sekt vegna þessa. Laust fyrir þrjú voru tveir aðilar kærðir fyrir að kasta af sér þvagi á almannafæri í miðbænum. Það hefur verið dýrt piss. Ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum eða akandi réttindalausir Víða um höfuðborgarsvæðið voru ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum eða þá sektaðir vegna annarra brota. Skömmu fyrir fjögur í nótt var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í Bústaðahverfi. Fyrr um kvöldið höfðu tveir ökumenn verið handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna, annar í miðbæ Kópavogs og hinn í Fellahverfinu í Breiðholti. Allir þrír voru látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Ökumenn voru einnig sektaðir vegna annarra brota. Tveir ökumenn voru sektaðir fyrir að aka bifreið sviptir ökuréttindum, annar um kvöldmatarleytið í Hafnarfirði og hinn um þrjúleytið í nótt í Grafarvoginum. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að aka með of marga farþega og voru börn ekki í viðeigandi öryggisbúnaði þar. Að sögn lögreglu verður málið tilkynnt til barnaverndarnefndar.
Reykjavík Lögreglumál Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira