Innlent

Þyrla Land­helgis­gæslunnar sótti slasaðan göngu­mann á Mýrar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag vegna slasaðs göngumanns.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag vegna slasaðs göngumanns. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag vegna slasaðs göngumanns á Mýrum í Borgarfirði. Göngumaðurinn var sóttur og hefur verið fluttur á spítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg.

Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, fór þyrslusveitin frá Reykjavík upp úr þriðja tímanum, sótti manninn og lenti rétt fyrir fjögur á Landspítalanum í Fossvogi. 

Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir var ekki um alvarleg meiðsli að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×