Innlent

Leggjast alfarið gegn því að veita stað Óla Geirs áfengisleyfi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Skemmtistaðnum LUX í Keflavík var lokað í síðustu viku vegna skorts á tilskyldum leyfum. Óli Geir er eigandi staðarins.
Skemmtistaðnum LUX í Keflavík var lokað í síðustu viku vegna skorts á tilskyldum leyfum. Óli Geir er eigandi staðarins. Vísir

Bæjarráð Reykjanesbæjar leggst alfarið gegn því að LUX, skemmtistað í eigu Óla Geirs verði veitt tímabundið áfengisleyfi.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Reykjanesbæjar í dag.

Greint var frá því í síðustu viku að skemmtistaðnum LUX í Keflavík hafi verið lokað vegna skorts á tilskyldum leyfum. Ekki tókst að fá svör um það hvers vegna rekstrarleyfið hafi verið afturkallað. Þá náðist ekki í Óla Geir vegna málsins. 

Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í dag var tekin fyrir umsókn staðarins um tímabundið áfengisleyfi. 

Í bókun er alfarið lagst gegn því að staðnum verði veitt leyfi og nokkrar ástæður tíndar til. Er vísað til sögu eftirlitsaðila og talið að bæta þurfi eftirlit við viðburði staðarins.  

„Endurbæta húsnæði og umhverfi og ekki síst gæta betur að aldurstakmarki gesta. Sífelldar kvartanir nágranna vegna umgengni og hávaða síðustu mánuði bæta ekki málsvörn viðkomandi eftirlitsaðila,“ segir enn fremur í bókun bæjarráðs. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×