Erlent

Kamilla ekki kölluð kona konungs

Máni Snær Þorláksson skrifar
Kamilla er kölluð Kamilla drottning í bréfinu.
Kamilla er kölluð Kamilla drottning í bréfinu. Getty/Chris Jackson

Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort).

Samkvæmt BBC er um að ræða í fyrsta skipti sem breska konungsfjölskyldan kallar Kamillu drottningu. Heimildarmaður BBC segir að ákveðið hafi verið að tala um Kamillu sem eiginkonu konungs eftir andlát Elísabetar drottningar til að valda ekki ruglingi. Nú sé þó kominn tími til að tala um hana sem drottningu þar sem einungis mánuður er í að Karl verði krýndur konungur.

Boðskortið sem um ræðir.Skjáskot

Rétt rúmt ár er síðan Elísabet drottning tjáði sig um titil Kamillu sem þá var kölluð eiginkona prinsins (e. princess consort). Elísabet sagði þá að Kamilla skyldi vera þekkt sem eiginkona konungsins. Sem fyrr segir er hún þó núna kölluð einfaldlega drottning.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×