Launalægsta fólkið megi ekki við tekjuskerðingunni Máni Snær Þorláksson skrifar 5. apríl 2023 14:21 Jóhann Páll leggur fram ýmsar breytingar í frumvarpinu. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagðar eru til ýmsar breytingar á fæðingarorlofslöggjöfinni. Þingmaðurinn segir breytingarnar eiga að tryggja betur afkomuöryggi foreldra og stuðla að auknu jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Í frumvarpinu er til að mynda lagt til að reiknireglu fæðingarorlofsgreiðslna verði breytt í þágu þeirra foreldra sem eru tekjulægri. Verði frumvarpið samþykkt myndu fyrstu 350 þúsund krónurnar af viðmiðunartekjum vera óskertar. „Þessi breyting á reiknireglunni er lykilaðgerð til að gera fæðingarorlofskerfið sanngjarnara. Launalægsta fólkið má ekki við 20% tekjuskerðingu þegar það eignast barn,“ segir Jóhann. Hann segir að þetta muni jafnframt auðvelda tekjulágum foreldrum að nýta allan þann rétt sem þau eiga til fæðingarorlofs. Lagt er svo til að þak mánaðarlegrar greiðslu Fæðingarorlofssjóðs til foreldris í fæðingarorlofi hækki úr 600 þúsund krónum í 800 þúsund krónur í takt við vísitölubreytingar. Ásamt því eru lagt til að hækka fæðingarstyrk fyrir fólk utan vinnumarkaðar. Launað meðgönguorlof Tillaga um að tryggður verði réttur til launaðs meðgönguorlofs í lok meðgöngu er einnig að finna í frumvarpinu. Sams konar réttur tíðkast í Noregi og Danmörku. Barnshafandi foreldri myndi þannig verða heimilt að hefja töku fæðingarorlofs allt að fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að sá tími sé dreginn frá þeim tíma sem foreldri á rétt til fæðingarorlofs eftir að barn fæðist. Jóhann segir sterk heilsufarsleg rök vera á bak við þessa breytingu. Tillagan sé í takti við sjónarmið sem komu fram í umsögnum Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Félags íslenskra heimilislækna og Ljósmæðrafélags Íslands þegar núgildandi fæðingarorlofslög voru til meðferðar á þinginu. „Fagfélögin bentu á að konur eru gjarnan orðnar óvinnufærar á síðustu vikum meðgöngu vegna þungans, meðgöngutengdra kvilla og óþæginda. Og hér þarf að hafa í huga að möguleikar kvenna til veikindaleyfis á vinnumarkaði eru mismunandi, þar hallar til að mynda á konur af erlendum uppruna í láglaunastörfum. Réttur til sérstaks meðgönguorlofs á 36. viku er þannig til þess fallinn að jafna aðstæður kvenna í lok meðgöngu.“ Vinnutímastytting að norrænni fyrirmynd Einnig er lagt til að lögfestur verði sérstakur réttur foreldra til vinnutímastyttingar að loknu fæðingarorlofi með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði. „Í núgildandi lögum er mælt fyrir um rétt til fjögurra mánaða foreldraorlofs, en það er ólaunað orlof sem eðli máls samkvæmt nýtist helst þeim sem hafa efni og tök á að hverfa frá störfum og afsala sér tekjum,“ segir Jóhann Páll um frumvarpið. Hann segir að í rauninni nýti aðeins örfá heimili þennan rétt, árið 2021 voru þau einungis þrettán talsins. „Ef okkur er alvara með að stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs óháð heimilistekjum þá er miklu skilvirkara að tryggja sérstakan rétt til vinnutímastyttingar með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði.“ Með þessar breytingu myndu foreldrar sem nýta sér þennan rétt fá greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði sem reiknast á sama hátt og greiðslur vegna fæðingarorlofs nema þær væru í hlutfalli við skerðingu á starfshlutfalli. „Út frá jafnréttissjónarmiðum er best að um sé að ræða sjálfstæðan rétt hvors foreldris og í frumvarpinu er gert ráð fyrir 6 mánuðum fyrir hvort. Þessi réttarbót er að sænskri og norskri fyrirmynd þótt útfærslan sé önnur og ný, en í grunninn snýst þetta um að bæta uppeldisskilyrði, draga úr álagi foreldra og gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna.“ Fæðingarorlof Alþingi Fjármál heimilisins Samfylkingin Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Í frumvarpinu er til að mynda lagt til að reiknireglu fæðingarorlofsgreiðslna verði breytt í þágu þeirra foreldra sem eru tekjulægri. Verði frumvarpið samþykkt myndu fyrstu 350 þúsund krónurnar af viðmiðunartekjum vera óskertar. „Þessi breyting á reiknireglunni er lykilaðgerð til að gera fæðingarorlofskerfið sanngjarnara. Launalægsta fólkið má ekki við 20% tekjuskerðingu þegar það eignast barn,“ segir Jóhann. Hann segir að þetta muni jafnframt auðvelda tekjulágum foreldrum að nýta allan þann rétt sem þau eiga til fæðingarorlofs. Lagt er svo til að þak mánaðarlegrar greiðslu Fæðingarorlofssjóðs til foreldris í fæðingarorlofi hækki úr 600 þúsund krónum í 800 þúsund krónur í takt við vísitölubreytingar. Ásamt því eru lagt til að hækka fæðingarstyrk fyrir fólk utan vinnumarkaðar. Launað meðgönguorlof Tillaga um að tryggður verði réttur til launaðs meðgönguorlofs í lok meðgöngu er einnig að finna í frumvarpinu. Sams konar réttur tíðkast í Noregi og Danmörku. Barnshafandi foreldri myndi þannig verða heimilt að hefja töku fæðingarorlofs allt að fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að sá tími sé dreginn frá þeim tíma sem foreldri á rétt til fæðingarorlofs eftir að barn fæðist. Jóhann segir sterk heilsufarsleg rök vera á bak við þessa breytingu. Tillagan sé í takti við sjónarmið sem komu fram í umsögnum Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Félags íslenskra heimilislækna og Ljósmæðrafélags Íslands þegar núgildandi fæðingarorlofslög voru til meðferðar á þinginu. „Fagfélögin bentu á að konur eru gjarnan orðnar óvinnufærar á síðustu vikum meðgöngu vegna þungans, meðgöngutengdra kvilla og óþæginda. Og hér þarf að hafa í huga að möguleikar kvenna til veikindaleyfis á vinnumarkaði eru mismunandi, þar hallar til að mynda á konur af erlendum uppruna í láglaunastörfum. Réttur til sérstaks meðgönguorlofs á 36. viku er þannig til þess fallinn að jafna aðstæður kvenna í lok meðgöngu.“ Vinnutímastytting að norrænni fyrirmynd Einnig er lagt til að lögfestur verði sérstakur réttur foreldra til vinnutímastyttingar að loknu fæðingarorlofi með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði. „Í núgildandi lögum er mælt fyrir um rétt til fjögurra mánaða foreldraorlofs, en það er ólaunað orlof sem eðli máls samkvæmt nýtist helst þeim sem hafa efni og tök á að hverfa frá störfum og afsala sér tekjum,“ segir Jóhann Páll um frumvarpið. Hann segir að í rauninni nýti aðeins örfá heimili þennan rétt, árið 2021 voru þau einungis þrettán talsins. „Ef okkur er alvara með að stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs óháð heimilistekjum þá er miklu skilvirkara að tryggja sérstakan rétt til vinnutímastyttingar með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði.“ Með þessar breytingu myndu foreldrar sem nýta sér þennan rétt fá greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði sem reiknast á sama hátt og greiðslur vegna fæðingarorlofs nema þær væru í hlutfalli við skerðingu á starfshlutfalli. „Út frá jafnréttissjónarmiðum er best að um sé að ræða sjálfstæðan rétt hvors foreldris og í frumvarpinu er gert ráð fyrir 6 mánuðum fyrir hvort. Þessi réttarbót er að sænskri og norskri fyrirmynd þótt útfærslan sé önnur og ný, en í grunninn snýst þetta um að bæta uppeldisskilyrði, draga úr álagi foreldra og gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna.“
Fæðingarorlof Alþingi Fjármál heimilisins Samfylkingin Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira