Látnir lausir þrátt fyrir sérstaklega grófa árás Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 06:48 RÚV hefur eftir heimildarmönnum sínum að þetta sé með grófari árásum sem þeir muna eftir. Vísir/Vilhelm Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir séu grunaðir um hrottalega árás á mann, sem er sagður hafa verið nær dauða en lífi þegar hann komst undir læknishendur. Frá þessu greinir Ríkisútvarpið en í frétt miðilsins segir að mennirnir hafi verið látnir lausir eftir að Landsréttur hafnaði í gær að framlengja gæsluvarðhald yfir þeim. Samkvæmt RÚV hefur málið verið til rannóknar í tvo mánuði. Árásin átti sér stað í húsnæði við Vatnagarða, þar sem skömmu síðar kviknaði í. Hún er sögð hafa tengst peningum og hafa staðið yfir í um tvær klukkustundir. Samkvæmt heimildum RÚV var þolandinn keflaður á höndum og fótum, látinn afklæðast, hýddur með belti, skorinn, laminn og stunginn með stálröri. Þá var hann kýldur ítrekað og skótá sparkað eða troðið í endaþarm hans. Árásarmennirnir eru sagðir hafa tekið árásina upp á síma og RÚV segir myndskeiðið svo gróft að lögreglumenn hafi átt erfitt með að horfa á það. Manninum tókst að lokum að komast undan og braut rúðu í nálægu húsi til að freista þess að vekja athygli á sér. Árásarmennirnir eltu hann hins vegar uppi og náðu honum og köstuðu inn í bíl. Þar tóku þeir eftir því að það blæddi verulegar úr slagæð á handlegg. Þá skildu þeir hann eftir, með síma, þannig að hann gat hringt á aðstoð. Lögregla hefur mennina grunaða um tilraun til manndráps en Landsréttur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi á þeim forsendum að ekki lægi fyrir „sterkur“ grunur, þar sem ekki er vitað hvernig maðurinn fékk sárið á handleggnum. Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Frá þessu greinir Ríkisútvarpið en í frétt miðilsins segir að mennirnir hafi verið látnir lausir eftir að Landsréttur hafnaði í gær að framlengja gæsluvarðhald yfir þeim. Samkvæmt RÚV hefur málið verið til rannóknar í tvo mánuði. Árásin átti sér stað í húsnæði við Vatnagarða, þar sem skömmu síðar kviknaði í. Hún er sögð hafa tengst peningum og hafa staðið yfir í um tvær klukkustundir. Samkvæmt heimildum RÚV var þolandinn keflaður á höndum og fótum, látinn afklæðast, hýddur með belti, skorinn, laminn og stunginn með stálröri. Þá var hann kýldur ítrekað og skótá sparkað eða troðið í endaþarm hans. Árásarmennirnir eru sagðir hafa tekið árásina upp á síma og RÚV segir myndskeiðið svo gróft að lögreglumenn hafi átt erfitt með að horfa á það. Manninum tókst að lokum að komast undan og braut rúðu í nálægu húsi til að freista þess að vekja athygli á sér. Árásarmennirnir eltu hann hins vegar uppi og náðu honum og köstuðu inn í bíl. Þar tóku þeir eftir því að það blæddi verulegar úr slagæð á handlegg. Þá skildu þeir hann eftir, með síma, þannig að hann gat hringt á aðstoð. Lögregla hefur mennina grunaða um tilraun til manndráps en Landsréttur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi á þeim forsendum að ekki lægi fyrir „sterkur“ grunur, þar sem ekki er vitað hvernig maðurinn fékk sárið á handleggnum.
Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira