Vopnaðir lögreglumenn á götum borgarinnar vegna fundarins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2023 20:46 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að Hörpu og nærliggjandi svæði verði lokað vegna fundarins. Þá hafi einnig verið gert ráð fyrir mótmælum. Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður lögreglu verður í höfuðborginni í maí vegna fundar leiðtogafundar Evrópuráðsins. Gera má ráð fyrir vopnuðum fylgdarmönnum þjóðarleiðtoga og umferðartöfum. Tónlistarhúsinu Hörpu og nærliggjandi umhverfi verður lokað. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir að fjölmargir lögreglumenn muni taka þátt í öryggisgæslu. Hún geti ekki gefið upp nákvæma tölu vegna öryggisástæðna. „Ég hef svolítið lýst þessu eins og þetta sé risastór almannavarnaæfing. Það koma lögreglumenn alls staðar af landinu og starfsfólk lögreglu. Þannig að þetta er líka mjög spennadi fyrir okkur að taka þátt í svona og kynnast. Við erum líka að mennta okkar fólk og styrkja íslensku lögregluna á sama tíma. Þannig að þetta er flókið og umfangsmikið en mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni.“ Íslenska lögreglan ráði Hún segir að lögreglan hafi töluverða reynslu í sambærilegum málum. Þjóðarleiðtogar hafi reglulega sótt landið heim í gegnum tíðina, en viðbúnaður verði þó meiri en gengur og gerist. Hörpu og aðliggjandi svæði verði lokað þegar fundarhöldin standi yfir. „Þeir þjóðhöfðingjar sem koma hingað, það er okkar ríki sem þeir heimsækja sem þarf að tryggja öryggi þeirra. Við berum ábyrgð á öryggi allra sem til okkar koma í opinberum erindagjörðum. Þeir koma líka með sína verði en við þurfum alltaf að hafa yfirstjórnina á öllu planinu og öllum aðgerðum.“ Hún segir að vopnaburður erlendra lögreglumanna og annarra í sama hópi verði heimilaður í ákveðnum tilfellum. Búast megi við röskun á umferð vegna lögreglufylgda en mikið púður verði lagt í að upplýsa almenning. Einkennisklæddir og vopnaðir „Vissulega munum við fá lögreglumenn erlendis frá, þar á meðal vopnaða lögreglumenn, en það er alltaf undir stjórn og í fylgd okkar fólks. [...] Þeir verða sýnilegir almenningi. Við munum ræða þetta og sýna þau spil sem við getum sýnt fyrir fundinn. Það hefur mikil þjálfun farið fram og það verður þarna fólk líka í búningi sennilega frá Norðurlöndunum og með vopn. En alltaf undir stjórn íslenskrar lögreglu og í fylgd íslenskrar lögreglu,“ segir Sigríður Björk. Þá megi einnig gera ráð fyrir nokkrum viðbúnaði á landamærunum. Viðbúnaðarstig verði hækkað vegna þjóðarleiðtoganna, sem almennt séu taldir vera í meiri hættu heldur en íslenskir stjórnmálamenn. „Það sem við erum að fara að gera er að reyna að mæta þeirri stöðu sem þeir koma með inn í landið. Þetta er ekki þannig að við séum að hækka út af einhverju ástandi hjá okkur heldur erum við að hækka út af þessari gestakomu til að geta mætt þeim öryggiskröfum sem eru gerðar til okkar.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Evrópusambandið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. 29. mars 2023 19:45 Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir að fjölmargir lögreglumenn muni taka þátt í öryggisgæslu. Hún geti ekki gefið upp nákvæma tölu vegna öryggisástæðna. „Ég hef svolítið lýst þessu eins og þetta sé risastór almannavarnaæfing. Það koma lögreglumenn alls staðar af landinu og starfsfólk lögreglu. Þannig að þetta er líka mjög spennadi fyrir okkur að taka þátt í svona og kynnast. Við erum líka að mennta okkar fólk og styrkja íslensku lögregluna á sama tíma. Þannig að þetta er flókið og umfangsmikið en mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni.“ Íslenska lögreglan ráði Hún segir að lögreglan hafi töluverða reynslu í sambærilegum málum. Þjóðarleiðtogar hafi reglulega sótt landið heim í gegnum tíðina, en viðbúnaður verði þó meiri en gengur og gerist. Hörpu og aðliggjandi svæði verði lokað þegar fundarhöldin standi yfir. „Þeir þjóðhöfðingjar sem koma hingað, það er okkar ríki sem þeir heimsækja sem þarf að tryggja öryggi þeirra. Við berum ábyrgð á öryggi allra sem til okkar koma í opinberum erindagjörðum. Þeir koma líka með sína verði en við þurfum alltaf að hafa yfirstjórnina á öllu planinu og öllum aðgerðum.“ Hún segir að vopnaburður erlendra lögreglumanna og annarra í sama hópi verði heimilaður í ákveðnum tilfellum. Búast megi við röskun á umferð vegna lögreglufylgda en mikið púður verði lagt í að upplýsa almenning. Einkennisklæddir og vopnaðir „Vissulega munum við fá lögreglumenn erlendis frá, þar á meðal vopnaða lögreglumenn, en það er alltaf undir stjórn og í fylgd okkar fólks. [...] Þeir verða sýnilegir almenningi. Við munum ræða þetta og sýna þau spil sem við getum sýnt fyrir fundinn. Það hefur mikil þjálfun farið fram og það verður þarna fólk líka í búningi sennilega frá Norðurlöndunum og með vopn. En alltaf undir stjórn íslenskrar lögreglu og í fylgd íslenskrar lögreglu,“ segir Sigríður Björk. Þá megi einnig gera ráð fyrir nokkrum viðbúnaði á landamærunum. Viðbúnaðarstig verði hækkað vegna þjóðarleiðtoganna, sem almennt séu taldir vera í meiri hættu heldur en íslenskir stjórnmálamenn. „Það sem við erum að fara að gera er að reyna að mæta þeirri stöðu sem þeir koma með inn í landið. Þetta er ekki þannig að við séum að hækka út af einhverju ástandi hjá okkur heldur erum við að hækka út af þessari gestakomu til að geta mætt þeim öryggiskröfum sem eru gerðar til okkar.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Evrópusambandið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. 29. mars 2023 19:45 Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira
Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. 29. mars 2023 19:45
Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49