Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2023 06:49 Þétta þarf kerfið, segir lögregla, og bæta við vélum sem geta fangað bílnúmer. Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Samkomulagið gildir til fimm ára og kemur í stað eldra samkomulags um sama verkefni. Aðilar að samkomulaginu eru Reykjavíkurborg, sem á og greiðir fyrir búnaðinn, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur á móti merkjum úr öryggismyndavélunum og hefur ein aðgang að gögnunum, Ríkislögreglustjóri, sem annarst vörslu og eyðingu gagna, og Neyðarlínan, sem kostar og sér um uppsetningu og viðhald búnaðarins. Á fundi borgarráðs var lagður fram rökstuðningur Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra, fyrir myndavélum í miðborginni. Þar segir meðal annars að nokkur uppbygging hafi orðið í miðborginni síðan síðustu myndavélar voru settar upp og þörf sé á að þétta netið. Þá segir þörf á myndavélum sem lesa bílnúmer. Leiðtogafundarins er sérstaklega getið. „Er þetta er ritað hafa staðfest komu sína 53 þjóðarleiðtogar auk fylgdarliðs og margir þeirra með hátt öryggisstig. Þá fylgir slíkum viðburði stór hópur af erlendu fjölmiðlafólki og mikill fjöldi gesta mun sækja miðborgina þessa daga í maí. Það er því mjög mikilvægt að auka öryggisvitund fólks þessa daga í maí með sýnilegum myndavélum. Reynsla erlendis frá er að mjög oft hefur komið til harðra mótmæla með tilheyrandi hópamyndum í nágrenni við fundarstað með tilheyrandi hættu fyrir aðra borgara,“ segir Ásgeir. Samkomulagið var samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands sem bókaði eftirfarandi: „Sósíalistar geta ekki samþykkt vöktun á almenningi sem nýtir stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla. Það er óhugsandi að samþykkja aukið myndavélaeftirlit í þessum tilgangi.“ Þá bókaði áheyrnafulltrúi Flokks fólksins að hann hefði viljað sjá myndavélar settar upp þar sem börn stunda nám og leik. „Það er þekkt að þeir sem vilja skaða börn leita iðulega á staði og á svæði sem finna má börn. Börnin í borginni verða að geta verið örugg á leiksvæðum. Í Reykjavíkurborg eru hvergi myndavélar á leiksvæðum barna svo vitað sé. Þetta á jafnt við um leiksvæði sem eru eldri sem og nýuppgerð,“ sagði meðal annars í bókuninni. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Samkomulagið gildir til fimm ára og kemur í stað eldra samkomulags um sama verkefni. Aðilar að samkomulaginu eru Reykjavíkurborg, sem á og greiðir fyrir búnaðinn, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur á móti merkjum úr öryggismyndavélunum og hefur ein aðgang að gögnunum, Ríkislögreglustjóri, sem annarst vörslu og eyðingu gagna, og Neyðarlínan, sem kostar og sér um uppsetningu og viðhald búnaðarins. Á fundi borgarráðs var lagður fram rökstuðningur Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra, fyrir myndavélum í miðborginni. Þar segir meðal annars að nokkur uppbygging hafi orðið í miðborginni síðan síðustu myndavélar voru settar upp og þörf sé á að þétta netið. Þá segir þörf á myndavélum sem lesa bílnúmer. Leiðtogafundarins er sérstaklega getið. „Er þetta er ritað hafa staðfest komu sína 53 þjóðarleiðtogar auk fylgdarliðs og margir þeirra með hátt öryggisstig. Þá fylgir slíkum viðburði stór hópur af erlendu fjölmiðlafólki og mikill fjöldi gesta mun sækja miðborgina þessa daga í maí. Það er því mjög mikilvægt að auka öryggisvitund fólks þessa daga í maí með sýnilegum myndavélum. Reynsla erlendis frá er að mjög oft hefur komið til harðra mótmæla með tilheyrandi hópamyndum í nágrenni við fundarstað með tilheyrandi hættu fyrir aðra borgara,“ segir Ásgeir. Samkomulagið var samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands sem bókaði eftirfarandi: „Sósíalistar geta ekki samþykkt vöktun á almenningi sem nýtir stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla. Það er óhugsandi að samþykkja aukið myndavélaeftirlit í þessum tilgangi.“ Þá bókaði áheyrnafulltrúi Flokks fólksins að hann hefði viljað sjá myndavélar settar upp þar sem börn stunda nám og leik. „Það er þekkt að þeir sem vilja skaða börn leita iðulega á staði og á svæði sem finna má börn. Börnin í borginni verða að geta verið örugg á leiksvæðum. Í Reykjavíkurborg eru hvergi myndavélar á leiksvæðum barna svo vitað sé. Þetta á jafnt við um leiksvæði sem eru eldri sem og nýuppgerð,“ sagði meðal annars í bókuninni.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira