Veturinn sá kaldasti í Reykjavík í hátt í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 14:13 Óvenjukalt var í Reykjavík í vetur, sérstaklega í desember þegar langvarandi kuldakast með miklu frosti gerði. Vísir/Vilhelm Fjórir vetrarmánuðirnir í Reykjavík voru þeir köldustu á þessari öld og hefur vetur ekki verið kaldari frá vetrinum 1994 til 1995. Marsmánuður var ennfremur sá þurrasti í meira en hálfa öld. Veðurstofan hefur enn ekki birt yfirlit sitt yfir tíðarfar í mars en Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, tók upplýsingar um vetrarmánuðina desember til mars saman í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að meðalhiti vetrarins í Reykjavík hafi verið -1,6 gráður. Það er kaldasti vetur á þessari öld í höfuðborginni. Kaldast var í desember í viðvarandi kuldakasti. Þá var meðalhitinn -3,9 gráður. Febrúar var hlýjasti mánuðurinn og sá eini sem meðalhitinn var fyrir ofan frostmark, 2,1 gráða. Einar skrifar að tíðin í vetur hafi skorið sig mjög úr, sérstaklega í samanburði við aðra vetur eftir að tók að hlýna á Íslandi skömmu fyrir aldamót. Langir samfelldir kuldakaflar og óvenju eindregin skil hafi sett mark sitt á veturinn. „Fyrir utan um tíu daga um miðjan febrúar, með „eðlilegum„ hitasveiflum um frostmarkið má telja að tíðin hafi veriði úti á kantinum [í] margvíslegu tilliti í vetur. Og þau einkenni hófust reyndar fyrr eða með afbrigðilegum hlýindum í nóvember,“ skrifar veðurfræðingurinn. Úrkoma í mars var vel undir tíu millímetrum í höfuðborginni samkvæmt óstaðfestum tölum Einars. Til að finna einhvern almanaksmánuð með svo lítilli úrkomu þarf að leita meira en fimmtíu ár aftur í tímann, til júní 1971. Enn lengra er frá því að svo þurrt var í Reykjavík í marsmánuði. Síðast gerðist það árið 1962 en þá mældist úrkoma aðeins 2,3 millímetrar. Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Veðurstofan hefur enn ekki birt yfirlit sitt yfir tíðarfar í mars en Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, tók upplýsingar um vetrarmánuðina desember til mars saman í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að meðalhiti vetrarins í Reykjavík hafi verið -1,6 gráður. Það er kaldasti vetur á þessari öld í höfuðborginni. Kaldast var í desember í viðvarandi kuldakasti. Þá var meðalhitinn -3,9 gráður. Febrúar var hlýjasti mánuðurinn og sá eini sem meðalhitinn var fyrir ofan frostmark, 2,1 gráða. Einar skrifar að tíðin í vetur hafi skorið sig mjög úr, sérstaklega í samanburði við aðra vetur eftir að tók að hlýna á Íslandi skömmu fyrir aldamót. Langir samfelldir kuldakaflar og óvenju eindregin skil hafi sett mark sitt á veturinn. „Fyrir utan um tíu daga um miðjan febrúar, með „eðlilegum„ hitasveiflum um frostmarkið má telja að tíðin hafi veriði úti á kantinum [í] margvíslegu tilliti í vetur. Og þau einkenni hófust reyndar fyrr eða með afbrigðilegum hlýindum í nóvember,“ skrifar veðurfræðingurinn. Úrkoma í mars var vel undir tíu millímetrum í höfuðborginni samkvæmt óstaðfestum tölum Einars. Til að finna einhvern almanaksmánuð með svo lítilli úrkomu þarf að leita meira en fimmtíu ár aftur í tímann, til júní 1971. Enn lengra er frá því að svo þurrt var í Reykjavík í marsmánuði. Síðast gerðist það árið 1962 en þá mældist úrkoma aðeins 2,3 millímetrar.
Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira