Heimildin varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar í janúar. Blaðið síðarnefnda var gefið út einu sinni til tvisvar í mánuði.
„Í gær boðaði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, að ríkisstjórnin stefndi á að skuldbinda sig í skattalegar aðgerðir til þess að hvetja til áskrifta að fjölmiðlum. Þar með er líklegt að áskriftarfréttablöð festi sig enn frekar í sessi. Markmið Heimildarinnar er að efla enn ritstjórnina og vinna að greinandi og samfélagslega gagnlegum umfjöllunum. Mat aðstandenda hennar er að með vikulegri útgáfu sé hlutverki Heimildarinnar betur framfylgt,“ segir í tilkynningu frá Heimildinni.
Kannanir meðal áskrifenda hafi gefið til kynna að stærstur hópur kjósi vikulega prentútgáfu, sem þó verði skert yfir sumartímann. Þá sé gert ráð fyrir því að blaðið verði gefið út mánaðarlega.