Endalok Fréttablaðsins

Fréttamynd

„Við myndum helst vilja selja þá saman“

Efnisveitan ehf., sem sér um að lengja lífdaga ýmissa húsgagna og hluta sem fyrirtæki, stór og smá, þurfa að losna við með því að selja áfram. Eitt og annað má finna á vefsíðu fyrirtækisins og óhætt er að segja að lógó Fréttablaðsins veki þar athygli. Eigendur fyrirtækisins eru bjartsýnir og vongóðir um að vörurnar seljist. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skiptastjóri skoði að rifta samningi Helga

Skiptastjóri þrotabús Torgs, sem gaf út Fréttablaðið, er með það til skoðunar hvort ástæða sé til að rifta samningi félagsins við félag Helga Magnússonar, þegar dv.is og aðrar eignir Torgs voru keyptar af félagi í hans eigu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Launa­kröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð

Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Síðasta fréttin hefur verið birt

Ekki er hægt að heimsækja vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, lengur. Reyni notendur að fara þar inn kemur texti þar sem stendur að síðasta frétt blaðsins hafi verið birt og fólki beint á vefi DV og Hringbrautar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöl­miðl­ar þurf­a á­skrift­ar­tekj­ur, ekki rík­is­styrk­i

Margir hafa dregið rangan lærdóm af gjaldþroti Fréttablaðsins. Lausnin er einföld og margreynd. Það mun hvorki bjarga fjölmiðlum að ríkisstyrkja þá í meira mæli né taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Rekstrarvandi fjölmiðla verður einungis leystur með vitundarvakningu á meðal landsmanna. Fólk þarf að borga fyrir fréttir. Sú leið er þrautreynd. Á blómaskeiði fjölmiðla var greitt fyrir þjónustuna.

Umræðan
Fréttamynd

Rekum RUV ohf „að heiman“

Mikil umræða um fjölmiðla hefur skapast í kjölfar þess að Fréttablaðið/Hringbraut lagði upp laupana með alvarlegum afleiðingum. Undanfarin ár hefur rekstrarumhverfi fjölmiðla versnað ár frá ári vegna breytinga á neysluhegðun og tækniframfara.

Skoðun
Fréttamynd

Eitt stykki RÚV er horfið af aug­lýsinga­markaði

Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót.

Klinkið
Fréttamynd

Væri búin að taka RÚV af aug­lýsinga­markaði væri það lausnin

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, segir daginn í dag hvorki vera góðan fyrir fjölmiðlun né lýðræði í landinu. Hún segir yfirvöld hafa stóraukið stuðning við einkarekna fjölmiðla og að hún væri búin að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði væri það lausnin við vanda fjölmiðla á borð við Fréttablaðið, sem gefið var út í hinsta sinn í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja valda­menn kannski bara veika fjöl­miðla?

Gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins og sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar er sorgleg staðfesting á því sem Blaðamannafélagið hefur varað við árum saman – að algjör markaðsbrestur hefur orðið á íslenskum fjölmiðlamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

„Eins og engi­sprettu­plága gangi yfir markaðinn“

Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er sam­eigin­legt á­fall fyrir okkur öll“

„Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis.

Innlent
Fréttamynd

Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til

Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar.

Viðskipti innlent