Magnús Aron Magnússon er hann var leiddur fyrir dómara á miðvikudaginn.Vísir/Vilhelm
Ákæruvaldið fer fram á að Magnús Aron Magnússon verði dæmdur í tólf til sextán ára fangelsi fyrir að hafa myrt Gylfa Bergmann Heimisson í júní árið 2022. Verjandi Magnúsar fer fram á að Magnús verði sakfelldur fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða en ekki fyrir manndráp.
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Magnúsi hófust á miðvikudaginn og fór málflutningur ákæruvaldsins og verjanda Magnúsar fram í dag. Greint var frá vitnaleiðslum í gær og í fyrradag hér á Vísi.
Krefst Arnþrúður Þórðardóttir héraðssaksóknari að Magnús verði sakfelldur fyrir manndráp og vísaði til fyrri dóma sem hljóða upp á tólf til sextán ára fangelsisvistar. Þá þurfi hann að greiða rúmlega fimm milljónir í sakarkostnað og bætur til aðstandenda.
Verjandi Magnúsar, Bjarni Hauksson, krefst þess hins vegar að Magnús verði ekki sakfelldur fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til dauða. Þá fer hann fram á að bótakrafa aðstandenda verði lækkuð. Vísaði hann meðal annars til erfiðra aðstæðna á heimili hans og vanda sem Magnús fékk ekki aðstoð við, líkt og fjallað var um í greininni hér fyrir neðan.
Fjöldi lögreglumanna gaf vitnisburð sinn fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag í máli saksóknara gegn Magnúsi Aroni Magnússyni sem grunaður er um að hafa drepið nágranna sinn í júní á síðasta ári. Sammæltust þeir flestir um það að Magnús hafi virst of rólegur miðað við aðstæður.
Nágrannar Magnúsar Arons Magnússonar sem ákærður er fyrir að hafa myrt Gylfa Bergmann Heimisson við Barðavog í Reykjavík í fyrrasumar lýstu því fyrir dómi hvernig þau sáu Magnús traðka á Gylfa á meðan hann lá meðvitundarlaus fyrir utan hús sitt. Magnús sagðist fyrir dómi ekki hafa snert manninn eftir að hann féll á jörðina meðvitundarlaus.
Tæplega þrítugur karlmaður sem bjó á miðhæð í húsi við Barðavog í Reykjavík þar sem karlmanni var ráðinn bani í júní í fyrra lýsti því að tvítugur karlmaður, grunaður um morðið, hafi ráðist á sig af engu tilefni tæplega sólarhring fyrr. Hann segir lögreglu hafa talið hann vera að bregðast of hart við þeirri árás og ekki hlustað á áhyggjur hans. Hinn látni hafi verið áberandi góður maður sem hafi viljað öllum vel.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.