Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Samúel Karl Ólason og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 31. mars 2023 12:19 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra. Vísir/Arnar Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. Lilja segir starfsumhverfi fjölmiðla um heiminn allan búið að gjörbreytast með tilkomu samfélagsmiðla og annarra efnisveita. „Það sem við erum að gera núna er að reyna að ná betri tökum á þessu, bæði með því að nú var verið að kynna í ríkisfjármálaáætlun mögulegan skattalegan stuðning við íslenska fjölmiðla,“ segir Lilja. Hún segir að það verði hennar eitt af hennar megin hlutverkum á þessu kjörtímabili, að hlúa betur að fjölmiðlamarkaði. „Þetta snýr að þessari lýðræðislegu umræðu sem er svo dýrmæt í öllum þjóðfélögum. Það er mjög brýnt að við náum betri tökum á þessu,“ segir Lilja. Í ríkisfjármálaáætlun var kynntur aukinn stuðningur við fjölmiðlafyrirtæki sem nær tveimur milljörðum á næstu fimm árum, samkvæmt Lilju. „Nú förum við í að útfæra þetta en ég var mjög ánægð með að sjá að þessi tillaga náði brautargengi inn í ríkisfjármálaáætlun.“ Lilja segir einnig að verið sé að skoða leiðir til að auka skattalegt jafnræði milli innlendra og erlendra aðila, sem hafa sogað til sín sífellt meira af innlendum auglýsingamarkaði. „Ég hef komið með tillögur þess efnis og ég vonast til að þær nái brautargengi mjög fljótlega,“ segir Lilja, því staðan sé alvarleg og verði þróunin eins og hún hafi verið liggi fyrir að það muni draga úr lýðræðislegri umræðu hér á landi. Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í viðtali við Vísi í dag að yfirvöld hafi ítrekað svikið loforð þess efnis að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og skattleggja erlenda aðila sem taki stóran hluta af kökunni. Lilja sagði í febrúar í fyrra enn stefna ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þeirri skoðun hefur hún haldið fram sem ráðherra í málaflokknum um árabil án þess að breyting hafi orðið á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Þá sagði Lilja í febrúar 2021 að skattlagning á erlendar streymisveitur og samfélagsmiðla á borð við Facebook væri mjög brýnt mál. Tveimur árum síðar hefur ekki orðið breyting á umhverfi aðila á borð við Netflix og Facebook hér á landi. Fjölmiðlar Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Lilja segir starfsumhverfi fjölmiðla um heiminn allan búið að gjörbreytast með tilkomu samfélagsmiðla og annarra efnisveita. „Það sem við erum að gera núna er að reyna að ná betri tökum á þessu, bæði með því að nú var verið að kynna í ríkisfjármálaáætlun mögulegan skattalegan stuðning við íslenska fjölmiðla,“ segir Lilja. Hún segir að það verði hennar eitt af hennar megin hlutverkum á þessu kjörtímabili, að hlúa betur að fjölmiðlamarkaði. „Þetta snýr að þessari lýðræðislegu umræðu sem er svo dýrmæt í öllum þjóðfélögum. Það er mjög brýnt að við náum betri tökum á þessu,“ segir Lilja. Í ríkisfjármálaáætlun var kynntur aukinn stuðningur við fjölmiðlafyrirtæki sem nær tveimur milljörðum á næstu fimm árum, samkvæmt Lilju. „Nú förum við í að útfæra þetta en ég var mjög ánægð með að sjá að þessi tillaga náði brautargengi inn í ríkisfjármálaáætlun.“ Lilja segir einnig að verið sé að skoða leiðir til að auka skattalegt jafnræði milli innlendra og erlendra aðila, sem hafa sogað til sín sífellt meira af innlendum auglýsingamarkaði. „Ég hef komið með tillögur þess efnis og ég vonast til að þær nái brautargengi mjög fljótlega,“ segir Lilja, því staðan sé alvarleg og verði þróunin eins og hún hafi verið liggi fyrir að það muni draga úr lýðræðislegri umræðu hér á landi. Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í viðtali við Vísi í dag að yfirvöld hafi ítrekað svikið loforð þess efnis að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og skattleggja erlenda aðila sem taki stóran hluta af kökunni. Lilja sagði í febrúar í fyrra enn stefna ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þeirri skoðun hefur hún haldið fram sem ráðherra í málaflokknum um árabil án þess að breyting hafi orðið á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Þá sagði Lilja í febrúar 2021 að skattlagning á erlendar streymisveitur og samfélagsmiðla á borð við Facebook væri mjög brýnt mál. Tveimur árum síðar hefur ekki orðið breyting á umhverfi aðila á borð við Netflix og Facebook hér á landi.
Fjölmiðlar Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent