Taka fyrir deilu um hvenær starfsmenn séu í vinnunni og hvenær ekki Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2023 15:31 Konan slasaðist á hné þegar samstarfsmaður hennar hljóp á hana meðan þau spiluðu svokallaðan blöðrubolta, þar sem fólk spilar fótbolta í uppblásnum blöðrum. Getty Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Reykjavíkurborgar í skaðabótamáli fyrrverandi leikskólakennara sem slasaðist í hópefli starfsmanna þar sem þeir voru að leika sér í svokölluðum blöðruboltum. Í málinu er deilt um hvort slysið hafi átt sér stað á vinnutíma eða í frítíma. Borgin leitaði til Hæstaréttar í febrúar síðastliðinn eftir að Landsréttur dæmdi borgina til að greiða konunni skaðabætur. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var síðar talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði á sínum tíma til Hæstaréttar, aftur til Landsréttar og verður nú tekið fyrir í Hæstarétti. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags leikskólans í september 2016 þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Í ákvörðun Hæstiréttar segir að Reykjavíkurborg byggi beiðni sína á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og varði mikilvæga hagsmuni sína. Vísar borgin sérstaklega til þess að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið hvenær starfsmaður teljist vera „í starfi sínu“ í skilningi reglna um slysatryggingar starfsmanna Reykjavíkurborgar. Borgin vildi sömuleiðis meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og að túlkun réttarins á gildissviði umræddra reglna fari gegn því sem teljist sanngjarnt og eðlilegt. „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi um atriði sem leyfisbeiðnin er reist á. Beiðni leyfisbeiðanda um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Dómsmál Vinnuslys Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. 28. janúar 2023 23:01 Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. 16. nóvember 2022 17:55 Landsréttur klofinn í bótamáli vegna blöðruboltaslyss leikskólakennara Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar. 4. apríl 2022 12:20 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Borgin leitaði til Hæstaréttar í febrúar síðastliðinn eftir að Landsréttur dæmdi borgina til að greiða konunni skaðabætur. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var síðar talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði á sínum tíma til Hæstaréttar, aftur til Landsréttar og verður nú tekið fyrir í Hæstarétti. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags leikskólans í september 2016 þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Í ákvörðun Hæstiréttar segir að Reykjavíkurborg byggi beiðni sína á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og varði mikilvæga hagsmuni sína. Vísar borgin sérstaklega til þess að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið hvenær starfsmaður teljist vera „í starfi sínu“ í skilningi reglna um slysatryggingar starfsmanna Reykjavíkurborgar. Borgin vildi sömuleiðis meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og að túlkun réttarins á gildissviði umræddra reglna fari gegn því sem teljist sanngjarnt og eðlilegt. „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi um atriði sem leyfisbeiðnin er reist á. Beiðni leyfisbeiðanda um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar.
Dómsmál Vinnuslys Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. 28. janúar 2023 23:01 Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. 16. nóvember 2022 17:55 Landsréttur klofinn í bótamáli vegna blöðruboltaslyss leikskólakennara Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar. 4. apríl 2022 12:20 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. 28. janúar 2023 23:01
Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. 16. nóvember 2022 17:55
Landsréttur klofinn í bótamáli vegna blöðruboltaslyss leikskólakennara Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar. 4. apríl 2022 12:20