Innlent

„Hús ís­lenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn af­hjúpað

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Almenningur mun eiga kost á því að skoða húsið áður en flutt verður inn.
Almenningur mun eiga kost á því að skoða húsið áður en flutt verður inn. Vísir/Vilhelm

Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn.

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Sumardaginn fyrsta, 20. apríl, verður húsið opið almenningi.

Yfir 3.000 tillögur bárust í nafnasamkeppni sem menningar- og viðskiptaráðuneytið, Árnastofnun og HÍ efndu til.

„Húsnæðið mun hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands og verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum: tungu, bókmenntum og sögu. Þar verða jafnframt varðveitt frumgögn um íslenska menningu, þ.e. handrit, skjöl, orða- og nafnfræðisöfn og þjóðfræðasöfn,“ segir í tilkynningunni.

„Í byggingunni eru ýmis sérhönnuð rými, svo sem fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á fornum íslenskum skinnhandritum, vinnustofur kennara og fræðimanna, lesaðstaða fyrir nemendur, fyrirlestra- og kennslusalir og bókasafn með lesaðstöðu.“

Almenningi mun gefast kostur á því 20. apríl að skoða umrædd rými áður en flutt verður inn og húsnæðið tekið í notkun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×