Hafa náð saman um fríverslun við Moldóvu Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2023 07:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir samninginn marka þáttaskil í samskiptum þjóðanna. Vísir/Vilhelm EFTA-ríkin og Moldóva hafa komist að samkomulagi um fríverslunarsamning sem undirritaður verður á næsta ráðherrafundi EFTA í Liechtenstein í júní næstkomandi. Frá þessu segir á vef utanríkisráðuneytisins en viðræðurnar tóku tvö ár og hafi lengst af farið fram í skugga innrásar Rússlands í Úkraínu. Einar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Genf, leiddi viðræðurnar fyrir hönd EFTA-ríkjanna. Um samninginn segir að hann kveði á um frekari markaðsopnun fyrir viðskipti með vörur og þjónustu milli Íslands og Moldóvu og komi á stofn vettvangi fyrir EFTA-ríkin og Moldóvu til viðræðna um frekari samvinnu á sviði efnahagsmála. Samningurinn taki einnig til fjárfestinga, opinberra innkaupa, hugverkaverndar, samkeppnismála, sjálfbærra viðskipta og rafrænna viðskipta. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að samkomulagið marki þáttaskil í samskiptum þjóðanna og opni á viðskiptaleg tækifæri í hlutaðeigandi ríkjum. „Þrátt fyrir stríð í Evrópu og blikur á lofti í alþjóðaviðskiptum felur samkomulagið í sér ríkan vilja til aukinnar efnahagslegrar samvinnu. Með fríverslunarsamningnum styður Ísland ásamt hinum EFTA-ríkjunum, Liechtenstein, Noregi, og Sviss, viðleitni stjórnvalda í Moldóvu til vestrænnar samvinnu með beinum hætti,“ er haft eftir ráðherra. Moldóva er eitt af fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna og er landlukt ríki með landamæri að Úkraínu og Rúmeníu. Moldóva er eitt fátækasta ríki Evrópu og telja íbúar þess um 2,5 milljónir. EFTA Moldóva Skattar og tollar Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Frá þessu segir á vef utanríkisráðuneytisins en viðræðurnar tóku tvö ár og hafi lengst af farið fram í skugga innrásar Rússlands í Úkraínu. Einar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Genf, leiddi viðræðurnar fyrir hönd EFTA-ríkjanna. Um samninginn segir að hann kveði á um frekari markaðsopnun fyrir viðskipti með vörur og þjónustu milli Íslands og Moldóvu og komi á stofn vettvangi fyrir EFTA-ríkin og Moldóvu til viðræðna um frekari samvinnu á sviði efnahagsmála. Samningurinn taki einnig til fjárfestinga, opinberra innkaupa, hugverkaverndar, samkeppnismála, sjálfbærra viðskipta og rafrænna viðskipta. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að samkomulagið marki þáttaskil í samskiptum þjóðanna og opni á viðskiptaleg tækifæri í hlutaðeigandi ríkjum. „Þrátt fyrir stríð í Evrópu og blikur á lofti í alþjóðaviðskiptum felur samkomulagið í sér ríkan vilja til aukinnar efnahagslegrar samvinnu. Með fríverslunarsamningnum styður Ísland ásamt hinum EFTA-ríkjunum, Liechtenstein, Noregi, og Sviss, viðleitni stjórnvalda í Moldóvu til vestrænnar samvinnu með beinum hætti,“ er haft eftir ráðherra. Moldóva er eitt af fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna og er landlukt ríki með landamæri að Úkraínu og Rúmeníu. Moldóva er eitt fátækasta ríki Evrópu og telja íbúar þess um 2,5 milljónir.
EFTA Moldóva Skattar og tollar Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira