Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Máni Snær Þorláksson og Kristján Már Unnarsson skrifa 28. mars 2023 22:27 Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, vekur athygli á því hvað snjóflóðavarnargarðar eru mikilvægir. Vísir/Sigurjón Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. Rætt var við Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jón benti þar á að ennþá er hættuástand á svæðinu. „Ég er hræddur um að það verði ekki afléttingar á næstunni miðað við veðurspána.“ Klippa: Gul viðvörun tekur gildi á ný á Austfjörðum Jón áætlar að töluverður fjöldi, um 370 manns, hafi þurft að yfirgefa heimili sín í gær. Búið er að aflétta rýmingu á hluta þeirra húsa sem rýmd voru í gær þannig hluti íbúa á svæðinu hafa komist heim aftur. „Engu að síður verða töluvert margir sem verða hjá vinum og ættingjum. Það er kannski það sem hlýnar manni mest um hjartarætur, það er að finna samstöðuna hér og samstöðuna um allt land. Allar þessar góðu kveðjur sem við erum óendanlega þakklát fyrir og öll þess aðstoð.“ Snjóflóðavarnagarðar spiluðu stórt hlutverk í snjóflóðunum í gær. Eitt þeirra flóða sem féll hefði lent á húsi ef ekki væri fyrir varnargarðana. „Þannig það var nú mikil mildi og manni hlýnar innra með að sjá þessar varnir virka,“ segir Jón sem vekur athygli á því að reisa á annan varnargarð þar sem eitt flóðanna féll í gær. „Hér á þessu svæði og út með á fjórði garðurinn að koma, hann hefði náttúrulega afstýrt þessu.“ Lítið magn af snjó en hraðinn óskaplegur Tómas Zoëga snjóflóðaeftirlitsmaður segir í samtali við fréttamann fyrir austan að ekki hafi verið mikið magn af snjó í því flóði sem féll á hús við Starmýri í Neskaupstað. Skelfilegt er að sjá bílana og húsið sem það flóð skall á. „Það var voða lítið magn í því en hraðinn hefur verið óskaplegur og farið illa með þetta.“ Klippa: Óskaplegur hraði en lítið magn af snjó Tómas tekur svo í svipaða strengi og bæjarstjórinn, bendir á ágæti varnargarðanna: „Það hefur verið mikill asi á þessu en það fór nú flóð hér úr fleiri giljum. Eitt úr Bakkagili sem er hérna utan við, það fór nú hérna niður á veðurstöðina okkar, skemmdi fyrir okkur stöðuna. En svo er annað flóð sem fer hér og sannar ágæti garðanna. Það kemur á garðinn og fer alveg upp á topp á því. Það hefði sennilega farið niður á hús ef það hefði ekki verið stoppað.“ Tómas segist ekki telja að hættan sé jafn mikil núna og hún var. Þó þurfi ekki mikið til svo að snjóflóð eigi sér stað: „Það þarf ekki nema snjó og brekku til þess að snjóflóð falli. Því meira af honum, því meiri líkur á því.“ Beið í röð með mat og veiðarfæri Þá var einnig rætt við ökumenn sem voru að bíða eftir því að leiðin um Fagradal, milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar, væri opnuð. Meðal þeirra var forstjóri Alcoa-Fjarðaáls, Einar Þorsteinsson, en mikill fjöldi starfsmanna álversins þarf að aka daglega um Fagradal til og frá vinnu. Leiðin er ein helsta samgönguæð Austurlands og var því talsverð röð af bílum sem biðu eftir opnuninni. Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, lýsir þeirri áskorun sem fylgdi því að hafa leiðina um Fagradal lokaða í einn og hálfan sólarhring.Sigurjón Ólason Óli Heiðar Árnason, vörubílstjóri hjá Austfjarðaflutningum, var einn þeirra sem beið í röðinni og var hann með mat og veiðarfæri í sendiferðabílnum sínum. Hann sagðist þó ekki vita hvort það væri þegar orðinn skortur á því á svæðinu sem var lokað fyrir. Óli Heiðar Árnason beið eftir því að leiðin um Fagradal yrði opnuð í dag.Vísir/Sigurjón Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Rætt var við Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jón benti þar á að ennþá er hættuástand á svæðinu. „Ég er hræddur um að það verði ekki afléttingar á næstunni miðað við veðurspána.“ Klippa: Gul viðvörun tekur gildi á ný á Austfjörðum Jón áætlar að töluverður fjöldi, um 370 manns, hafi þurft að yfirgefa heimili sín í gær. Búið er að aflétta rýmingu á hluta þeirra húsa sem rýmd voru í gær þannig hluti íbúa á svæðinu hafa komist heim aftur. „Engu að síður verða töluvert margir sem verða hjá vinum og ættingjum. Það er kannski það sem hlýnar manni mest um hjartarætur, það er að finna samstöðuna hér og samstöðuna um allt land. Allar þessar góðu kveðjur sem við erum óendanlega þakklát fyrir og öll þess aðstoð.“ Snjóflóðavarnagarðar spiluðu stórt hlutverk í snjóflóðunum í gær. Eitt þeirra flóða sem féll hefði lent á húsi ef ekki væri fyrir varnargarðana. „Þannig það var nú mikil mildi og manni hlýnar innra með að sjá þessar varnir virka,“ segir Jón sem vekur athygli á því að reisa á annan varnargarð þar sem eitt flóðanna féll í gær. „Hér á þessu svæði og út með á fjórði garðurinn að koma, hann hefði náttúrulega afstýrt þessu.“ Lítið magn af snjó en hraðinn óskaplegur Tómas Zoëga snjóflóðaeftirlitsmaður segir í samtali við fréttamann fyrir austan að ekki hafi verið mikið magn af snjó í því flóði sem féll á hús við Starmýri í Neskaupstað. Skelfilegt er að sjá bílana og húsið sem það flóð skall á. „Það var voða lítið magn í því en hraðinn hefur verið óskaplegur og farið illa með þetta.“ Klippa: Óskaplegur hraði en lítið magn af snjó Tómas tekur svo í svipaða strengi og bæjarstjórinn, bendir á ágæti varnargarðanna: „Það hefur verið mikill asi á þessu en það fór nú flóð hér úr fleiri giljum. Eitt úr Bakkagili sem er hérna utan við, það fór nú hérna niður á veðurstöðina okkar, skemmdi fyrir okkur stöðuna. En svo er annað flóð sem fer hér og sannar ágæti garðanna. Það kemur á garðinn og fer alveg upp á topp á því. Það hefði sennilega farið niður á hús ef það hefði ekki verið stoppað.“ Tómas segist ekki telja að hættan sé jafn mikil núna og hún var. Þó þurfi ekki mikið til svo að snjóflóð eigi sér stað: „Það þarf ekki nema snjó og brekku til þess að snjóflóð falli. Því meira af honum, því meiri líkur á því.“ Beið í röð með mat og veiðarfæri Þá var einnig rætt við ökumenn sem voru að bíða eftir því að leiðin um Fagradal, milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar, væri opnuð. Meðal þeirra var forstjóri Alcoa-Fjarðaáls, Einar Þorsteinsson, en mikill fjöldi starfsmanna álversins þarf að aka daglega um Fagradal til og frá vinnu. Leiðin er ein helsta samgönguæð Austurlands og var því talsverð röð af bílum sem biðu eftir opnuninni. Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, lýsir þeirri áskorun sem fylgdi því að hafa leiðina um Fagradal lokaða í einn og hálfan sólarhring.Sigurjón Ólason Óli Heiðar Árnason, vörubílstjóri hjá Austfjarðaflutningum, var einn þeirra sem beið í röðinni og var hann með mat og veiðarfæri í sendiferðabílnum sínum. Hann sagðist þó ekki vita hvort það væri þegar orðinn skortur á því á svæðinu sem var lokað fyrir. Óli Heiðar Árnason beið eftir því að leiðin um Fagradal yrði opnuð í dag.Vísir/Sigurjón
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira