Upptökubúnaður í Teslu bifreið náði myndbandi af atvikinu. Í því sést hvernig dekk losnar af stórum trukk og rúllar undir annan bíl. Þegar bíllinn keyrir yfir dekkið skýst hann svo hátt upp í loft og lendir á framhliðinni, fer á hvolf en endar svo að lokum með dekkin á jörðinni.
Eðlilega varð mikið tjón á bílnum sem skaust upp í loft. Til allrar hamingju var það þó bíllinn sem varð fyrir mesta tjóninu. Lögreglan í Los Angeles segir í samtali við Sky News, sem birtir myndbandið á samfélagsmiðlinum Twitter, að enginn hafi slasast alvarlega í bílslysinu.
Myndband af atvikinu má sjá í færslunni hér fyrir neðan.
A loose tyre shoots off a truck and sends a car flying into the air in Los Angeles.
— Sky News (@SkyNews) March 27, 2023
The Los Angeles Police Department said there were no major injuries following the incident.
Latest:https://t.co/zsQDZcpWlU pic.twitter.com/NjuZbTODNj