Erlent

Keyrði yfir dekk og skaust upp í loft

Máni Snær Þorláksson skrifar
Bíllinn skaust upp í loft er hann keyrði yfir dekkið.
Bíllinn skaust upp í loft er hann keyrði yfir dekkið. Skjáskot

Ótrúlegt er að ekki fór verr þegar bíll flaug upp í loft á hraðbraut í Los Angeles á dögunum. Bíllinn skaust upp í loft eftir að hafa orðið fyrir dekki sem datt af öðrum bíl á hraðbrautinni. Þrátt fyrir að slysið hafi verið harkalegt þá slasaðist enginn alvarlega samkvæmt lögreglunni í Los Angeles.

Upptökubúnaður í Teslu bifreið náði myndbandi af atvikinu. Í því sést hvernig dekk losnar af stórum trukk og rúllar undir annan bíl. Þegar bíllinn keyrir yfir dekkið skýst hann svo hátt upp í loft og lendir á framhliðinni, fer á hvolf en endar svo að lokum með dekkin á jörðinni.

Eðlilega varð mikið tjón á bílnum sem skaust upp í loft. Til allrar hamingju var það þó bíllinn sem varð fyrir mesta tjóninu. Lögreglan í Los Angeles segir í samtali við Sky News, sem birtir myndbandið á samfélagsmiðlinum Twitter, að enginn hafi slasast alvarlega í bílslysinu.

Myndband af atvikinu má sjá í færslunni hér fyrir neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×