Brýnt að ljúka ofanflóðavörnum: „Þetta sýnir þörfina svo vel“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. mars 2023 12:31 Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir íbúa á liðnum árum hafa unnið betur og meira úr áfallinu sem fylgdi snjóflóðinu fyrir tæplega fimm áratugum. Stöð 2/Einar Árnason Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir snjóflóðin sem féllu í Neskaupstað í morgun skiljanlega hafa áhrif á íbúa en flestir þekki söguna af mannskæða flóðinu 1974. Mikilvægi þess að ljúka ofanflóðavörnum í bænum hafi bersýnilega komið í ljós í morgun og bæjarstjóri segir þau vinna að málinu með íbúum sem ein heild. Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Rýming er í fullum gangi en aðgerðarstjórn er í samráði við Veðurstofuna um hvort grípa þurfi til frekari rýminga í dag. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, er í aðgerðarstjórn en hann segir að flytja hafi þurft tugi íbúa það sem af er degi. „Margir fara í fjöldahjálparstöðina í Egilsbúð en einhverjir fara jafnvel til ættingja og vina annars staðar í bænum sem eru utan hættusvæðis. Þannig þetta er heilmikil aðgerð sem er í gangi hjá okkur í dag,“ segir hann. Íbúar taki þessu almennt af miklu æðruleysi og stillingu. „En auðvitað hefur þetta áhrif. Menn þekkja hérna í Norðfirði söguna af þessu mannskæða flóði 1974 og þetta sambýli við ofanflóðahættu. Það hefur áhrif líka en ég þreytist aldrei af því að hrósa fólki þegar að á reynir, hversu vel það bregst við, og það er það sem við gerum,“ segir Jón Björn. Vonir eru bundnar við að veðrið gangi niður og þau geti séð hvernig fjallið lítur út. „Það er auðvitað ekki mikið skyggni fyrir ofan byggðina. Þannig það er bara verkefnið núna að ljúka rýmingunni og koma fólki fyrir og síðan verðum við bara að taka þetta eftir því sem fram á daginn líður og við sjáum hvernig veður og snjóalög þróast,“ segir hann. Sýnir þörfina á vörnum vel Sá hluti bæjarins þar sem flóðið féll var óvarinn fyrir snjóflóðum en undirbúningur er hafinn við að reisa fjórða ofanflóðagarðinn. „Fyrir nokkrum vikum þá vorum við að kynna, í samráði með Ofanflóðasjóði, hönnun á þeim garði sem er síðasti liðurinn í ofanflóðavörnum hér í Norðfirði. Hér líkt og á svo mörgum öðrum stöðum á landinu er svo brýnt að þessar ofanflóðavarnir, að þeim fari að ljúka,“ segir Jón Björn. „Við höfum sannarlega séð í morgun hversu mikilvæg þessi varnarmannvirki eru og hversu mikið okkur vantaði þennan fjórða.“ Aðspurður um hvort fólk geti unnið hratt og vel úr málinu og nýtt kraftinn til að knýja á um úrbætur telur hann svo vera. „Þetta sýnir, eins og við þekkjum, þörfina svo vel og ég er viss um að á því verði fullur skilningur. Auðvitað höfum við á liðnum árum unnið betur og meira úr þessum áföllum þannig fólk nýtir sér þann kraft. En fyrst og síðast þá stillum við okkur núna vel saman og vinnum þetta sem ein heild eins og við gerum alltaf þegar á bjátar,“ segir Jón Björn. Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. 27. mars 2023 10:36 Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Rýming er í fullum gangi en aðgerðarstjórn er í samráði við Veðurstofuna um hvort grípa þurfi til frekari rýminga í dag. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, er í aðgerðarstjórn en hann segir að flytja hafi þurft tugi íbúa það sem af er degi. „Margir fara í fjöldahjálparstöðina í Egilsbúð en einhverjir fara jafnvel til ættingja og vina annars staðar í bænum sem eru utan hættusvæðis. Þannig þetta er heilmikil aðgerð sem er í gangi hjá okkur í dag,“ segir hann. Íbúar taki þessu almennt af miklu æðruleysi og stillingu. „En auðvitað hefur þetta áhrif. Menn þekkja hérna í Norðfirði söguna af þessu mannskæða flóði 1974 og þetta sambýli við ofanflóðahættu. Það hefur áhrif líka en ég þreytist aldrei af því að hrósa fólki þegar að á reynir, hversu vel það bregst við, og það er það sem við gerum,“ segir Jón Björn. Vonir eru bundnar við að veðrið gangi niður og þau geti séð hvernig fjallið lítur út. „Það er auðvitað ekki mikið skyggni fyrir ofan byggðina. Þannig það er bara verkefnið núna að ljúka rýmingunni og koma fólki fyrir og síðan verðum við bara að taka þetta eftir því sem fram á daginn líður og við sjáum hvernig veður og snjóalög þróast,“ segir hann. Sýnir þörfina á vörnum vel Sá hluti bæjarins þar sem flóðið féll var óvarinn fyrir snjóflóðum en undirbúningur er hafinn við að reisa fjórða ofanflóðagarðinn. „Fyrir nokkrum vikum þá vorum við að kynna, í samráði með Ofanflóðasjóði, hönnun á þeim garði sem er síðasti liðurinn í ofanflóðavörnum hér í Norðfirði. Hér líkt og á svo mörgum öðrum stöðum á landinu er svo brýnt að þessar ofanflóðavarnir, að þeim fari að ljúka,“ segir Jón Björn. „Við höfum sannarlega séð í morgun hversu mikilvæg þessi varnarmannvirki eru og hversu mikið okkur vantaði þennan fjórða.“ Aðspurður um hvort fólk geti unnið hratt og vel úr málinu og nýtt kraftinn til að knýja á um úrbætur telur hann svo vera. „Þetta sýnir, eins og við þekkjum, þörfina svo vel og ég er viss um að á því verði fullur skilningur. Auðvitað höfum við á liðnum árum unnið betur og meira úr þessum áföllum þannig fólk nýtir sér þann kraft. En fyrst og síðast þá stillum við okkur núna vel saman og vinnum þetta sem ein heild eins og við gerum alltaf þegar á bjátar,“ segir Jón Björn.
Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. 27. mars 2023 10:36 Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06
Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. 27. mars 2023 10:36
Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03