Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Tryggvi Páll Tryggvason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 27. mars 2023 11:22 Snjóflóðið hefur kastað þessum bíl til hliðar. Aðsend Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað milli sex og sjö í morgun, meðal annars á tvö fjölbýlishús í bænum. Ekki er talið að neinn hafi slasast alvarlega en einhverjir hafa leitað á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. Eitt af flóðunum virðist hafa skollið á nokkrum húsum af töluverðum krafti. Unnið er að rýmingu á ákveðnum svæðum í bænum og ferja björgunarsveitir íbúa í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. „Já, það er fullt af fólki og fjölgar, það er enn verið að ferja fólk í húsið. Það fer vel um alla en hér er fólk sem er náttúrulega bara mjög brugðið, fólkið sem fékk snjóinn inn á heimili sín og líka fólk sem að upplifði flóðið 1974 og er sannarlega bara brugðið aftur eftir öll þessi ár. Það er náttúrulega mjög mikil alvara á ferðum en mér skilst að þetta hafi sloppið eins og sagt er, alla vega ekki stórslys á fólki og það er fyrir öllu,“ segir Guðmundur Rafnkell Gíslason, íbúi í Neskaupstað í samtali við fréttastofu. Forsíða Morgunblaðsins í desember 1974 eftir snjóflóðin mannskæðu.Tímarit.is Vísaði hann þar til mannskæðra snjóflóða sem féllu í desember árið 1974 með skömmu millibili með þeim afleiðingum að tólf létust. Þá létust tveir drengir í snjóflóði árið 1978. Fyrir nokkrum árum var minnisvarði um þá sem látist hafa í snjóflóðum í og við Neskaupstað reistur. Hús nánast á kafi eftir snjókomu og skafrenning næturinnar Mikill snjór er í bænum og hefur bæst verulega í síðustu daga. Um helgina var varað við snjóflóðahættu á Austfjörðum, ekki síst vegna mikil skafrennings sem gæti gert það að verkum að mikill snjór safnaðist saman. Það virðist hafa raungerst. „Maður hefur náttúrulega ekkert séð almennilega, maður hefur ekki farið í það í morgun. En það sem ég hef heyrt frá fólki og séð þá virðist hafa skafið í alveg allsvakalega skafla mjög víða og þetta er bara mjög mikið lausanet sem virðist hafa fallið í nótt og fokið í skafla. Sums staðar eru hús nánast á kafi, skilst mér,“ segir Guðmundur. Þrír snjóflóðavarnargarðar verja bæinn og er sá fjórði í pípunum, en stefnt er að því að hann verji einmitt það svæði þar sem flóðið sem fór á húsin féll. Guðmundur segir íbúa nokkuð skelkaða eftir atburði morgunsins en þó sé gott að vita til snjóflóðavarnargarðanna. „Auðvitað erum við alltaf hrædd um það en meirihluti byggðar í Neskaupstað er nú varinn með snjóflóðavarnargörðum, þetta er í rauninni bara ysta hverfið í bænum sem að er enn þá óvarið en það er búið að hanna og teikna snjóflóðavarnir fyrir þann hluta. En við verðum bara að vona það besta, og ég hugsa nú að þetta fari allt saman vel, ég vona það.“ Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað milli sex og sjö í morgun, meðal annars á tvö fjölbýlishús í bænum. Ekki er talið að neinn hafi slasast alvarlega en einhverjir hafa leitað á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. Eitt af flóðunum virðist hafa skollið á nokkrum húsum af töluverðum krafti. Unnið er að rýmingu á ákveðnum svæðum í bænum og ferja björgunarsveitir íbúa í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. „Já, það er fullt af fólki og fjölgar, það er enn verið að ferja fólk í húsið. Það fer vel um alla en hér er fólk sem er náttúrulega bara mjög brugðið, fólkið sem fékk snjóinn inn á heimili sín og líka fólk sem að upplifði flóðið 1974 og er sannarlega bara brugðið aftur eftir öll þessi ár. Það er náttúrulega mjög mikil alvara á ferðum en mér skilst að þetta hafi sloppið eins og sagt er, alla vega ekki stórslys á fólki og það er fyrir öllu,“ segir Guðmundur Rafnkell Gíslason, íbúi í Neskaupstað í samtali við fréttastofu. Forsíða Morgunblaðsins í desember 1974 eftir snjóflóðin mannskæðu.Tímarit.is Vísaði hann þar til mannskæðra snjóflóða sem féllu í desember árið 1974 með skömmu millibili með þeim afleiðingum að tólf létust. Þá létust tveir drengir í snjóflóði árið 1978. Fyrir nokkrum árum var minnisvarði um þá sem látist hafa í snjóflóðum í og við Neskaupstað reistur. Hús nánast á kafi eftir snjókomu og skafrenning næturinnar Mikill snjór er í bænum og hefur bæst verulega í síðustu daga. Um helgina var varað við snjóflóðahættu á Austfjörðum, ekki síst vegna mikil skafrennings sem gæti gert það að verkum að mikill snjór safnaðist saman. Það virðist hafa raungerst. „Maður hefur náttúrulega ekkert séð almennilega, maður hefur ekki farið í það í morgun. En það sem ég hef heyrt frá fólki og séð þá virðist hafa skafið í alveg allsvakalega skafla mjög víða og þetta er bara mjög mikið lausanet sem virðist hafa fallið í nótt og fokið í skafla. Sums staðar eru hús nánast á kafi, skilst mér,“ segir Guðmundur. Þrír snjóflóðavarnargarðar verja bæinn og er sá fjórði í pípunum, en stefnt er að því að hann verji einmitt það svæði þar sem flóðið sem fór á húsin féll. Guðmundur segir íbúa nokkuð skelkaða eftir atburði morgunsins en þó sé gott að vita til snjóflóðavarnargarðanna. „Auðvitað erum við alltaf hrædd um það en meirihluti byggðar í Neskaupstað er nú varinn með snjóflóðavarnargörðum, þetta er í rauninni bara ysta hverfið í bænum sem að er enn þá óvarið en það er búið að hanna og teikna snjóflóðavarnir fyrir þann hluta. En við verðum bara að vona það besta, og ég hugsa nú að þetta fari allt saman vel, ég vona það.“
Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06
Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent