Lífið

Majors hand­tekinn fyrir heimilis­of­beldi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Leikarinn er þekktur fyrir leik sinn í myndum á borð við Ant-Man og Creed III.
Leikarinn er þekktur fyrir leik sinn í myndum á borð við Ant-Man og Creed III. Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic)

Leikarinn Jonathan Majors var handtekinn fyrir heimilisofbeldi á Manhattan í New York í Bandaríkjunum í gær. Kona á þrítugsaldri sagði hann hafa ráðist á sig og var með nokkra áverka á höfði og búk.

Jonathan Majors, 33 ára gamall, er þekktur fyrir hltuverk sitt í Creed III og ofurhetjumyndinni Ant-Man and the Wasp: Quantumania. Þá hefur hann einnig leikið í nýlegum myndum á borð við Devotion og Da 5 Bloods.

Leikarinn er laus úr haldi lögreglu en greint er frá því að hann verði ákærður fyrir að hafa ráðist á, kyrkt og áreitt konuna. Talsmaður leikarans segir hann ekkert hafa gert af sér. Guardian greinir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×