Innlent

Þyrlan aftur kölluð til vegna vélséðaslyss á Langjökli

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur haft í nógu að snúast.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur haft í nógu að snúast. vísir/vilhelm

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út skömmu eftir klukkan þrjú í dag vegna vélsleðaslyss á Jarlhettum, suður af Langjökli.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Að hans sögn er gert er ráð fyrir að einn verði fluttur á slysadeild með þyrlunni. „Sveitin var kölluð út með mesta forgangi,“ segir Ásgeir. 

Björgunarsveitir eru á leiðinni að Jarlhettum, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar. „Einhverjir félagar úr björgunarsveitum voru staddir í nágrenni og voru því fljótir á staðinn,“ segir hann í samtali við fréttastofu.

Þetta er í annað sinn í dag sem þyrla gæslunnar er kölluð út. Í morgun var einn fluttur á slysadeild vegna alvarlegs fjórhjólaslyss við Hlöðuvallaveg undir Langjökli. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×