Innlent

Fluttur með þyrlu gæslunnar eftir alvarlegt fjórhjólaslys

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þyrla gæslunnar var k0ölluð til laust eftir klukkan ellefu.
Þyrla gæslunnar var k0ölluð til laust eftir klukkan ellefu. vísir/vilhelm

Alvarlegt fjórhjólaslys varð við Hlöðuvallaveg undir Langjökli í morgun. Einn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að þyrlan sé nú komin á leiðarenda. Hann kveðst ekki hafa nánari upplýsingar um líðan mannsins. 

„En tilkynningin sem okkur barst var með þeim hætti að þetta væri alvarlegt slys,“ segir hann.

Þyrlan lenti fyrir skömmu á Landspítalanum í Fossvogi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×