„Gríðarlegur léttir að málinu sé lokið“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 25. mars 2023 12:41 Jónsi í Sigur Rós var ásamt öðrum meðlimum hljómsveitarinnar sakaður um stórfelld skattsvikabrot. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jóns, segir mikinn létti að málinu sé lokið. vísir/vilhelm Margra ára skattsvikamáli hljómsveitarinnar Sigur rósar lauk í gær þegar að Landsréttur vísaði kröfu ríkisskattstjóra frá dómi. Lögmaður Jóns Þórs Birgissonar, eða Jónsa í Sigur rós eins og hann er oftast kallaður, segir skattstjóra hafa of víðtækar heimildir til kyrrsetningar. Málið hefur staðið ansi lengi og höfðu eignir Jóns verið kyrrsettar allt frá árinu 2017 en meðlimir hljómsveitarinnar voru grunaðir um að hafa ekki greitt skatt upp á rúmlega 150 milljónir króna. Máli allra annarra hljómsveitarmeðlima en Jóns voru felld niður árið 2021 en málinu gegn honum var haldið til streitu. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jónsa, segir mikinn létti að málinu sé lokið. „Þetta er búið að taka gríðarlega langan tíma. Bara það að standa í þessu er gríðarleg refsing fyrir hvern þann sem þarf að hafa þetta hangandi yfir sér. Háar fjársektir sem eru lágmark ef menn eru dæmdir sekir, í þessu tilfelli hefði það hlaupið á hundruðum milljóna. Þetta er gríðarlegur léttir. “ Alvanalegt sé þó að skattrannsóknir taki langan tíma. „Það er því miður ekki óvenjulegt að þessi mál taki svona langan tíma. Það er verið að vinna í því að einfalda þetta í kerfinu en það gengur allt of hægt að finna fljótari jarðveg fyrir þessi mál. Þetta er of langt ferli. “ En kom áfrýjun yfirvalda á óvart? „Já þeir áfrýjuðu stórum hluta ekki en ákváðu að láta reyna á ákveðna þætti gagnvart Jóni Þór. Það voru gríðarleg vonbrigði og við töldum það ástæðulausa áfrýjun.“ Heimildir yfirvalda séu mjög víðtækar. „Heimildirnar þurfa að vera bundnar einhverjum skilyrðum og það þarf að sýna fram á nauðsyn. Það er mjög erfitt að snúa kyrrsetningum við, þetta eru það víðtækar heimildir. Sigur Rós Dómsmál Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Málið hefur staðið ansi lengi og höfðu eignir Jóns verið kyrrsettar allt frá árinu 2017 en meðlimir hljómsveitarinnar voru grunaðir um að hafa ekki greitt skatt upp á rúmlega 150 milljónir króna. Máli allra annarra hljómsveitarmeðlima en Jóns voru felld niður árið 2021 en málinu gegn honum var haldið til streitu. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jónsa, segir mikinn létti að málinu sé lokið. „Þetta er búið að taka gríðarlega langan tíma. Bara það að standa í þessu er gríðarleg refsing fyrir hvern þann sem þarf að hafa þetta hangandi yfir sér. Háar fjársektir sem eru lágmark ef menn eru dæmdir sekir, í þessu tilfelli hefði það hlaupið á hundruðum milljóna. Þetta er gríðarlegur léttir. “ Alvanalegt sé þó að skattrannsóknir taki langan tíma. „Það er því miður ekki óvenjulegt að þessi mál taki svona langan tíma. Það er verið að vinna í því að einfalda þetta í kerfinu en það gengur allt of hægt að finna fljótari jarðveg fyrir þessi mál. Þetta er of langt ferli. “ En kom áfrýjun yfirvalda á óvart? „Já þeir áfrýjuðu stórum hluta ekki en ákváðu að láta reyna á ákveðna þætti gagnvart Jóni Þór. Það voru gríðarleg vonbrigði og við töldum það ástæðulausa áfrýjun.“ Heimildir yfirvalda séu mjög víðtækar. „Heimildirnar þurfa að vera bundnar einhverjum skilyrðum og það þarf að sýna fram á nauðsyn. Það er mjög erfitt að snúa kyrrsetningum við, þetta eru það víðtækar heimildir.
Sigur Rós Dómsmál Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira